Er krónan þrándur í götu þess að hagsmunir útflytjenda og launþega séu þeir sömu?

Verðbólga, stýrivextir, evra, kaupmáttur

Samkvæmt Wikipedia er verðbólga skilgreind, sem hækkun vöru og þjónustu yfir einhvern vissan tíma. Ef við hugsum okkur svo gjaldmiðla, en samkvæmt Wikipedia, skipt niður í frjálsa gjaldmiðla ( ekki viss að þetta orð sé notað) og þá er dæmi tekið um bandaríkjadal (dollar),  að hluta til frjálsir gjaldmiðlar en það er þegar t.d. gjaldeyrishöft eru til staðar og svo stýrða gjaldmiðla þ.e ófrjálsa þar sem öllu er stýrt.

Krónan

Hér fer styrkleiki gjaldmiðilsins fer þá eftir því hvað Seðlabankinn leyfir að skipt sé t.d. í erlendan gjaldmiðil en sé minni eftirspurn eftir krónunni en framboð lækkar gengið. (einfölduð útgáfa því fleira kemur til eins og vextir og fleira). Þetta er í raun og veru eins og hver önnur vara. Eftirspurn stýrist af því t.d. þegar einhver á evrusvæði vill kaupa fisk þarf sá á endanum að skipta því í íslenskar krónur nema það sé t.d. fjárfest erlendis fyrir söluverðið. Hér ætlum við að skipta öllu í krónur. Ég sel fisk fyrir milljarð og eftirspurn eftir krónunni eykst en svo þarf einhver að kaupa inn vörur að utan fyrir milljarð. Eftirspurn eftir evrum eykst og krónan er því kominn í sama gengi og áður. Hér er þó hægt að segja að þetta er rosaleg einföldun en í stórt sett er þetta málið. Vandamálið aftur á móti er það að við seljum út minna en við kaupum inn og því lækkar eftirspurn eftir krónum og gengið fellur.

Seðlabankinn á aftur á móti leik á borði og heldur stýrivöxtum háum hér til að John Smith sem á evrur í breskri fjárfestingu, selji fjárfestinguna sína eða noti fjármagn að kaupa krónur og fyrir þær kaupir sér húsnæði sem virðist vera að hækka og hækka í verði. Honum er í raun og veru alveg sama hvort húsnæðið hækki mikið því Seðlabankinn bauð honum frábær kjör þegar hann keypti krónurnar. Hann fékk magnafslátt, ef hann keypti krónur fyrir meira en 100 þúsund evrur fengi hann 20% afslátt af krónunum. Hann hikar ekki, þetta gerir fjárfestingu hans hér, nokkuð pottþéttan gróða, eða svo gott sem. Hann skiptir inn evrunum og því eykst eftirspurn eftir krónum og gengið styrkist. John vonast til að gengið styrkist enn meira, því þegar hann svo 5 árum seinna ætlar að selja það sem hann keypti hér og nota peninginn í að kaupa sér snekkjuna sem honum langaði í þá fær miklu fleiri evrur en hann nokkurn tíma skipti inn. Hann á 20% fleiri krónur vegna þess að hann fékk afsláttinn og hann var búinn að segja nokkrum vinum sínum frá þessu og krónan styrktist enn frekar. En svo þegar hann og allir vinir hans selja íbúðirnar sem þeir keyptu og vonandi verða gjaldeyrishöftin hætt, mun hann græða rosalega og gengi krónunnar lækka eftir að hann er búinn að skipta öllu sínu.

Allt er þetta ekki svona einfalt og einfaldað mjög en stórt sett þá virkar þetta svona.

Hvað er þá hægt að gera til að auka styrk krónunnar? Jú, við gætum fjölgað þeim búgreinum, þar sem hægt er að flytja út þær vörur sem eru framleiddar. Við getum líka unnið þær vörur sem við erum að flytja út, t.d. selt út unninn fisk í stað þess að flytja út óunninn fisk, búið til allskonar rétti ef við erum bara að tala um fiskinn. Grænmeti væri hægt að rækta í tonnavís, blóm, vinna eitthvað úr álinu sem er framleitt hér og fleira og fleira sem er verið að flytja út. Við það eitt að við séum með meira sem er flutt út heldur en inn þá eykst eftirspurnin eftir krónunni. Um leið og gengið okkar styrkist þá ætti verðbólga að minnka því við gætum keypt innflutta vöru fyrir lægra verð, nema kaupmaðurinn sjái sér leik á borði og hækki álagninguna. Kaupmáttur launanna myndi hækka og við fara að hafa það betra.

Hagmunir útflytjandans og launþegans

Hvers vegna er þetta ekki þá gert, hversvegna eru stjórnvöld ekki æst í það að auka útflutning og beina öllum styrk að því að efla útflutning?

Er það ekki lausnin á því sem við erum að stefna að?

Nei, ekki fyrir þann sem er að flytja út vöru. Þeir sem selja íslenska vöru og fá greitt í erlendri mynt geta þegar gengið er lágt, greitt launin með íslenskum krónum, en þeir fá fleiri krónur fyrir hverja evru þegar gengið er lágt og eftir situr gróði. Þegar gengið er hátt þ.e. krónan sterk þá fá þeir færri krónur fyrir hverja evru og lítið eftir til að setja í gróða þegar búið er að greiða launin. Svo hagsmunir útflytjandans og launþegans eru ekki þeir sömu.

Þannig að hér er hægt að segja það að útflytjandi vill ekki að krónan styrkist of mikið því þá verður hagnaðurinn minni. Útflytjandinn græði því í raun lítið á að vinna vöruna hér, þarf þá að ráða fleira fólk og þó hann fái hærra verð fyrir vöruna þá smá saman styrkist krónan við það að allt í einu er farið að flæða inn meiri gjaldeyrir en út svo hann sleppir því bara að flytja svona mikið út og heldur sínum hlut.

Kerfið er ekki svo flókið ef við einföldum það niður og látum ekki fjármálasnillingana rugla okkur með öllum þessum frösum og flækjustigum.

Hagsmunir útflytjandans og launþegans með evru sem gjaldmiðil

Hvernig væri þetta aftur á móti ef við hefðum evru?

Jú, þá væru hagsmunir launþegans og útflytjandans þeir sömu. Útflytjandinn fær greitt í evrum og greiðir launin í evrum og því meira sem útflytjandinn flytur út því meira græðir hann, hann getur ekki lengur treyst á það að gengið sé honum í hag og því leggur hann allt kapp á það að framleiða sem mest af dýrri vöru sem hann fær mikið fyrir. Þannig er það allt í einu orðinn hagur útflytjandans að framleiða og flytja út meira og meira og því stærri líkur á því að jafnvægi komist á verðmæti útflutnings og innflutnings.  Launþeginn fær meiri vinnu eða fleiri fá vinnu og vöruverð og kaupmáttur launanna verður svipaður mánuð eftir mánuð.

Stýrivextir

Stýrivextir gætu þá lækkað því þá er ekki lengur þörf á því að fá inn meira magn af peningum. Verðlag væri stabílara og verðbólga því í lágmarki. 

Niðurstaða 

Vill taka það fram að það er hægt að halda hér miklu lengra áfram með pælingar og taka fleiri þætti inní þetta en þetta er mín skoðun og eflaust ekki allir sammála því,,, hvað ef og hvað ef???

Evra eða annar erlendur gjaldmiðill sem við verslum mikið með, gerir það að verkum að frá því að hafa andstæða hagsmuni þegar krónan er við völd þá verða hagsmunir útflytjandans og launþegans þeir sömu þegar gjaldmiðillinn er sá sami sem útflytjandinn og launþeginn fá. Hagsmunir þjóðarinnar verður því einnig sá sami við erlenda mynt.   

 


Fólk í skuldasúpu

Á síðustu árum hefur fjöldi fólks haft það verulega slæmt fjárhagslega. Komið er upp ástand að börn eru farið að líða fyrir það að foreldrar eða foreldri hefur ekki efni á að leyfa þeim hluti sem annars væru sjálfsagðir. Hvers vegna þurfti að gera einhverja allsherjar skuldaleiðréttingu, ég skil það ekki. Við látum alltaf ákvarðanir stjórnvalda stjórnast af múgæsing. Síðasti múgæsingurinn er þetta með að stoppa uppboð sem er hið besta mál en hver er tilgangurinn? Hvert þessara mála hlýtur að vera að búið að fara í gegnum ferli þar sem búið er að ræða hvað hægt sé að gera. Trúlega hefur ekkert verið hægt að gera sem lög segja til um og nú er þessu frestað og hvað svo? Á þetta blessaða fólk að þola það svo einu sinni enn að bíða eftir því að verði selt ofanaf þeim. Vita stjórnvöld ekki hvað það er erfitt fyrir sál og líkama að standa í svona málum.

Af hverju er ekki sest niður með þessu fólk og málið klárað. Af hverju þurfum við alltaf að vera að reyna að búa til einhverja allherjarlausn sem hentar öllum þegar við vitum að það er ekki hægt. Fólk er í svo misjöfnum aðstæðum. Fólk er að kygna undan þessu eilífa fjármálaveseni. Það snýst allt um það í þjóðfélaginu í dag. Maður er alltaf að bíða eftir einhverju. Niðurfærslu lána, verðbólgunni er hún að aukast og hækkar þá lánið uppúr öllu valdi, er að koma önnur kreppa og missi ég þá vinnuna eða íbúðina? Er þessi ríkisstjórn að vinna bara fyrir þessa ríku og á ég þá eftir að tapa ennþá meiru? Allt eru þetta spurningar sem er verið að spyrja alla daga í fjölmiðlum eða bloggi eins og hjá mér eða á facebook. 

Nýjasta dæmið er Sigrún sem kom fram af miklum dugnaði og sagði frá sínum samskiptum við Umboðsmann skuldara. Ég skil svo vel hvað hún er að fara í gegnum , hvað þetta er erfitt, en ég er bara ekki að skilja hvernig er hægt að henda fólki bara út á Guð og gaddinn þegar það er í vandræðum. Ég veit ekkert af hverju henni var ætlað að safna yfir 100.000 kr á mánuði með þrjú börn á kennaralaunum eða af hverju hún fékk ekki lausn sinna mála og var  bara sagt að af því að hún gat ekki sparað þetta þá væri hún ekki lengur hæf í að fá aðstoð Umboðsmanns. Hvaða svar er þetta?? Af hverju fékk hún ekki að vita þetta fyrr, og af hverju á hún, sem nær ekki endum saman að hennar sögn, að vera hent út án þess að fá hjálp. Ef staðan er svo slæm að hún getur ekki náð endum saman af hverju er henni ekki hjálpað þá að gera það keift. Er ekki betra að hafa skuldara sem gleðst yfir því að geta verið áfram í sínu húsnæði og hafa möguleika á að greiða af lánunum. Eða er tilfellið að við erum orðin svo láglaunuð hér á landi að við náum ekki að ná endum saman þó við séum að vinna. 

Hvað kostar þetta ástand okkur? Hvað kostar það að heilsan hrynji hjá fólki sem er að standa í þessu, fjarveru frá vinnu, læknakostnaður, kvíðalyf, sálfræðiaðstoð, og margt fleira. fólk er hissa á því að það sé dýrt að lifa og ná endum saman þegar bara einn tími hjá sálfræðing kostar ca 8000 kr. eða misjafnt. Allavega fokdýrt og kvíðalyf eru ekki ódýr og læknaheimsókn er reyndar ekki svo dýr en þegar fólk á lítinn pening þá getur það oft á tíðum ekki einu sinni veitt sér það að sækja þessa hjálp. Þetta er hræðiegt hvaða afeiðingar þessi fjármálakreppa hefur á fólk. 

Ég spyr því hér í nafni allra þeirra sem skulda það mikiið að þeir eru að missa húsnæðin á uppboð í nafni þeirra allra sem skulda það mikið að þeir ná ekki endum saman. Hvað á svo að gera?  Hvers vegna er ekki  hver og einn tekinn og málin skoðuð ofaní kjöl og svo greitt úr því sem hægt er að greiða úr eða klára þá málið með því selja fasteignina á uppboði ef ástæðan er bara of mikil áhættusækni eða eyðsla um efni fram eða eitthvað, bara tek sem dæmi, en gera leigusamning í leiðinni svo fólk geti átt öruggt húsnæði. Þannig náum við að gera fólki kleift að búa áfram á sama stað og það þarf enginn að vita að þú sért ekki eigandinn. Stoltið þarf ekki að brotna. 

Ég vona að eitthvað verði gert til að aðstoða fólk en ekki bara horfa yfir völlinn og segja það væri nú sniðugt að gera þetta og þetta. Við erum ekki svo mörg sem búum hér og það ætti ekki að taka langan tíma að taka mál hvers og eins upp. Semja við kröfuhafa og klára málið.  Dettur í hug atvik sem kom þegar við fórum 9 manna hópur að pylsusölu og pöntuðum man ekki hvað margar en held ég bara 9 pylsur eða hvort einhver vildi tvær þannig að þetta voru kannski 12 - 15 stk. Afgreiðslstúlkan var mjög snögg en þegar hún fékk svona stóra pöntun í einu þá varð henni svo mikið um og tíminn sem fór í að afgreiða okkur var ca 5 sinnum lengri en venjulega. Henni óx þetta svo í augum en ef við hefðum gengið til hennar eitt og eitt þá er ég ennþá fullviss að hún hefði verið 5 sinnum fljótari. en allri fengu sína pyslu og voru sáttir. 

Af hverju þessi saga? Jú við erum að glýma við fjárhagserfiðleika á öllum tímum en ekki gert svona mikið mál úr því. Ef við myndum frá deginum á morgun byrja að kalla inn það fólk sem á það erfiðast og svo koll af kolli þá tæki þetta max 2 til 3 ár ef það tæki svo langan tíma. Fólk hrópar upp yfir sig, það er allt of langur tími. Fólk hrópar upp yfir sig það verður að gera eitthvað núna, en eins og mér sýnist þetta vera þá eru liðin  5 ár frá hruni og samt er fullt af fólki sem enga aðstoð fær. væri löngu búið að afgreiða þetta allt ef það væri bara byrjað. 

Það dugir ekki bara að fresta uppboðum, það verður að klára þau mál svo fólk geti sofið á nóttunni, ekki bara bíða i hálft ár, til hvers? 


Er stjórnin að blekkja þjóðina og öfugt?

Hef àkveðið að gerast ESB sinni því hér ræður ríkjum auðmannsmafía sem ætlat að gera okkur að þrælum. Hver gefur LÍÚ makrílkvóta uppá fleiri milljarða og lækkar barnabætur. Hver gefur LíÚ afslátt af álögðum veiðigjöldum uppá fleiri milljarða og sveltir sjúkrahúsin? Hver nær að heilaþvo 52% þjóðarinnar með loforðum um endurgreiðslu af feik hækkun. (Seðlabankinn hækkaði stýrivexti útaf engu tilefni þegar hrunið varð til að hækka höfuðstól lána svo bankarnir næðu sér á strik) almenningur borgaði því flest fyrirtæki hafa óverðtryggð lán. Hver vill að almenningur taki lífeyrissparnaðinn sinn og greiði inná lánin svo bankinn fái örugglega sitt og eigendur skuldabréfanna, hrægammasjóðirnir, fá enn meira fyrir bréfin því greiðsluvilji almennings eykst við að fórna lífeyri fyrir að bjarga hrægömmunum svokölluðu. Og snjóhengjan eykst. Hversvegna eiga þessar stofnanir fleiri þúsund tómar íbúðir og leiguverð hækkar og hækkar svo eftirspurn eftir íbúðum eykst og íbúðarverð hækkar og vúpps þú skuldar ekki lengur eins stórt hlutfall lengur. Hmmm skuldar allt í einu 90% í stað 110% en borgar samt sama af lánum eða örlítið meira í hvert skipti. Hver treystir á að láta íbúð standa tóma nema sá sem veit að verð hækkar og þá verður selt og verð lækkar og veð fer yfir 100% á ný. Hver leikur sér að góðmennsku fólks og hendir til þeirra krónum og tekur milljónir í staðinn? Hver skattleggir banka fleiri ár í röð svo bankinn hækkar mismun á inn og útlánavöxtum og gjöld  til að ná skattinum af viðskiptavinum. Hvers vegna eykst fjöldi fátæks fólks? Hvers vegna hrósar Vigdís Hauks sér af því að fólk á suðurnesjum geti farið og leitað hjálpar hjá matargjafastöðum þegar þetta eru sjálfboðaliðastaðir. Hvers vegna er svona mikil fíkniefni í umferð og um leið fækkað í tollinum? Hversvegna eru þingmenn svona mikið erlendis í stað þess að vinna á þinginu? Hvers vegna eru þingmenn eins og þingmenn pírata þagnaðir? Hvað er það sem fær stjórnarandstöðuna til að þegja? Hvers vegna er gert gys af þeim sem skoða málin frá öðru sjónarhorni? Og síðast en ekki síst, hversvegna þykist þjóðin hafa það slæmt en allir eru að fara erlendis að versla og koma með drekkhlaðnar töskur tollfrítt til landsins? Er þetta millistéttin? Eða eru þessir sem hafa það svo slæmt kannski bara lítill hópur einhleyps fólks eða atvinnulausra og öryrkja? 

Stýrivextir eru allt of háir

Samkvæmt grein á mbl.is í dag kemur fram að greiningadeild Arionbanka spáir því  að stýrivextir muni haldast óbreyttir.

Fyrir það fyrsta. Hvers vegna erum við að birta greiningu banka sem er gjörsamlega óhæfur um að greina ástand fjármálamarkaðarins? Hér er um nákvæma eftirlíkingu af því sem fræðin segja og hver einasti maður gæti gert heima í stofu sem hefur eitthvað vit á hagfræðikenningum, þó hann væri ekki mjög kunnugur því sem er í raun að gerast í þjóðfélaginu. Mikil greining það og eins og fyrir hrun þá vitum við að bankinn birtir það sem honum þykir hagnast sér vel. Þetta er svona eins og að spyrja bílasala hvort það sé eitthvað vit í því að kaupa bíl núna. Ekki mætt þeim sala ennþá sem hefur sagt nei.  

Seðlabanki Íslands er í raun fyrirsjáanlegur, þeir sem þar stjórna eða þeir sem sitja í þeirri nefnd sem stýrir hvaða vexti skuli hafa, eru auðvitað að hugsa um hag þeirra fjármálastofnanna sem þurfa að fá inn fjármagn til að ávaxta. Ekkert að krónunni segja þeir en samt sem áður þurfum við að halda hér háu vaxtastigi til að laða að erlent fjármagn, til að krónan falli ekki enn meira. Til að við fáum inn erlendan gjaldeyri.

En hverjir borga brúsann og af hverju eru íslensk fyrirtæki ekki að flytja það mikið út að það dugi til að anna gjaldeyriseftirspurn? Gæti það verið vegna þess að við búum við hávaxtastefnu?

Jú, auðvitað er það íslenskur almenningur og íslensk fyrirtæki sem borga brúsann, borga háa vexti til þess að erlendir fjárfestar vilji fjárfesta hér. Íslensk fyrirtæki verða þá ekki samkeppnishæf við erlend fyrirtæki því þau sitja ekki við sama borð. Fjármagn verður svo dýrt að hagnaður verður of lítill til það borgi sig að fara í samkeppni við erlend fyrirtæki.  Launakostnaður er hlægilega lítill hér miða við t.d. iðnaðarrisann Svíþjóð en samt náum við ekki að framleiða neitt sem heitið getur. Aðeins yfirburðafyrirtæki á markaði með sérhannaða vöru sem sker úr fyrir afburðagæði og tæknikunnáttu, ná að hasla sér völl á alþjóðamarkaði. Og jú gleymi lyfjaframleiðslu en þau blómstra því launakostnaður er lítill og álagning mikil.

Mín tillaga, lækkið stýrivexti, niður í nánast núll, fjárhagsvandamál landsmanna mun nánast hverfa, áhrif verðtryggingar munu nánast hverfa, fyrirtæki munu spretta upp því ég vantreysti ekki mínum landsmönnum, hvað varðar samkeppnishæfi, ég veit að við „rústum þessu“ ef við bara fáum möguleika á að fá ódýrt fjármagn og möguleika á að vinna á sama grundvelli og aðrar þjóðir.

 


Ef skattur er lagður á fyrirtæki, lætur fyrirtækið ekki viðskiptavininn greiða kostnaðinn?

Að leggja skatta á bankanna eins og lagt er til að gert verði í niðurfellingarpakkanum frá ríkisstjórninni felur í sér háan skatt á bankastofnanir 4 ár í röð ef ég hef skilið þetta rétt. En hvað gera þá bankarnir? Þrotabúin gera ekki mikið því þau eru ekki í þeirri aðstöðu en þeir sem eru starfandi fá sömu hækkun svo það ætti ekki að vera verðsamráð þó bankarnir hækkuðu þjónustugjöld eða hvernig þeir fara að því að ná þessu aftur.  Þannig að við greiðum þetta allt saman til baka að mínu mati.

Það jákvæða við skuldaniðurfellinguna er að staða heimilanna skánar og gleiðsluvilji eykst. En hvað inniber það? Jú lánasafn það sem talað er um að hrægammasjóðirnir svokölluðu eigi, hlýtur í sjálfum sér að auka verðgildi sitt. Það hlýtur að vera meira virði að eiga skuldabréf sem verður greitt en skuldabréf sem fæst bara greitt að hluta. Þannig að við þurfum væntanlega að greiða út meiri gjaldeyri, snjóhengjan stækkar.

Niðurstaða

Allir taka þátt í því að lokum að greiða niður skuldir þeirra sem fá leiðréttingu, hrægammasjóðirnir stækka og snjóhengjan stækkar. Fullt af fólki lætur blekkjast til að fórna viðbótalífeyrissparnaðinum sínum til niðurgreiðslu lána og sitja með sárt enni í ellinni, eða minni tekjur allavega. 

 

Bankarnir og fjármálafyrirtækin græða alltaf á þessu að lokum og við töpum en samt má gleðjast yfir því að verið sé að reyna að bæta vandann eða leysa hann tímabundið sem gefur fólki andrúm. 


Hlakka til að sjá verðtrygginguna tekna úr sambandi

Verður gaman að sjá verðtrygginguna tekna úr sambandi og sérstaklega nú eftir þessa leiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Mín spá er að verði hún ekki tekin úr sambandi fljótlega munu fjármálaöflin hafa áhrif á verðbólguna til að ná til baka því sem af þeim er tekið með skattlagningu. 

Verði verðtryggingin tekin úr sambandi verður þetta virkileg og varanleg bót. Hlakka til að sjá framhaldið og þó afleyðingar þessara aðgerða eigi eftir að koma í ljós þá er samt virðingarvert að eitthvað sé gert.  


Er einhvern sem getur sannfært mig um að greiðsla viðbótarlífeyrirssparnaðar inná lán sé gáfulegt?

Hver ætlar að sannfæra mig um það að það sé einhver brú í því að greiða niður verðtryggt lán með viðbótalífeyrissparnaði og um leið verða af 2 ára söfnun inná væntanlegan ellilífeyrissjóð með þeim vöxtum og vaxtavöxtum sem því fylgir? 

Eitt væri að greiða niður óverðtryggt lán en annað að greiða niður, ef hægt er að segja greiða niður, verðtryggt lán. Mjög grófleg ágiskun er að væri ég t.d. að safna ca. 300.000 kr á tveggja ára tímabili í viðbótalífeyrissparnað sem ég greiddi inná lánið mitt ca 20 milljónir, þá væri lánið búið að hækka um tæplega 2 milljónir yfir sama tveggja ára tímabil með svipaðri verðbólgu og núna, en gróflega reiknað. Hvar stæði ég þá? Jú lánið vær sem sé búið að hækka um 1.700.000 miðað við þetta.

Þegar þú selur svo fasteignina sem þú ert að eyða ellilifernum þínum í þá verða þessi 300.000 ekki mikils virði ef þú ert svo óheppinn að selja þegar verðið er lágt, kannski ertu heppinn og selur þegar verðið er hátt og þá skipta þessi 300.000 ekki miklu. Sama hvernig þú lítur á þetta þá ertu að greiða inná lán sem þú veist ekkert um hvernig málin þróast með. Þú veist ekkert hvenig verð á húsnæði þróast, verðbólga, hvort verðtrygging verði afnumin.

Sumir " sem allt vita " hæðast að þeim sem telja þetta ekki hagkvæmt og vilja ekki viðurkenna að þetta endurgeiðsluform er ekki endurgreiðsla. Þetta er hugarleikfimi sem fær "snillingana" til að halda að þeir séu að fá uppfyllt loforðið sem fékk þá að kjósa framsókn.

Svo ef það eru einhver rök með þessu þá væri gaman að heyra það.  

 


Er ekki kominn tími til að lögleiða fíkniefni og viðurkenna að ósigur í baráttunni gegn þeim?

Margar skoðanir og sterkar eru um lögleiðingu fíkniefna og eins og okkur hættir til þá eru menn fordæmdir fyrir að voga sér að tala um lögleiðingu. Allt fleiri viðurkenna að með því að stimpla einhverja vímugjafa sem ólöglega þá séum við að byggja upp undirheima sem verða öflugri og öflugri. Veltan er gífurleg og eins og þegar peningar eru annars vegar þá svífst fólk einskins til að verja sinn hag.

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttadómari var í viðtali á útvarpsþættinum Harmagetton (hér)og sagði meðal annars að vímuefni hefðu fylgt mannkyninu allar aldir og nú værum við með einn vímugjafa sem væri löglegur, áfengið, á meðan aðrir vímugjafar væru ólöglegir. Við værum að eyðileggja líf ungs fólks með því að fordæma neyslu slíkra efna og senda ungt fólk í fangelsi í stað þess að hjálpa þeim.

Ég hef verið að mynda mér skoðun á þessu og rætt þetta við marga en það eru kostir og ókostir með lögleiðingu. Við myndum losna við þetta úr ósýnilegri undirheimastarfssemi og minnka aðdráttaraflið þangað, þar sem peningaveltan  myndi nánast hverfa. Aftur á móti væri hætta á því að þeir sem þegar væru fastir í undirheimunum, eða stjórnuðu þar, myndu finna sér aðra verslunarvöru, t.d. mannsal, vændi, þrældóm (ræna fólki og láta það vinna í verksmiðjum fyrir ekki neitt) og eflaust eitthvað fleira sem þeim dytti í hug.

En ég segji eins og Jón Steinar og fleiri, látum reyna á þetta, látum reyna á að í stað þess að henda fólki í fangelsi fyrir neyslu slíkra efna, virðum þau sem manneskjur og hjálpum þeim til að hjálpa sér sjálf. SÁÁ er til staðar og með smá stækkun þá væri svo auðvelt að hafa lokaða deild þar sem burðardýr og þeir sem eru háðir neyslu slíkra efna er gefinn kostur að losna úr viðjum þessara efna. Það er til svo margar aðferðir til að ná árangri, smá hlýja og mannlegt viðmót er oft það sem þetta fólk þarf á að halda í stað grjótharðrar fangelsisvistar og ámynningu um það að ef þú bjargar þér ekki sjálfur þá gerir það enginn. Þér er gefinn kostur á að vinna af þér skuld með því að gerast burðardýr eða hótað hinu og þessu ef þú gerir það ekki.

Obama forseti Bandaríkjanna er á þeirri línu að við leysum ekki vandann með því að henda fólki í fangelsi, heldur sé lausnin að hjálpa þessu fólki (hér) en læknavísindin hafa sannað að það er hægt að lækna þá sem ánetjast fíkniefnum og því nauðsynlegt að hjálpa því í stað þess að refsa.

Einu sinni faldi fólk börnin sín sem voru þroskaheft, það skammaðist sín fyrir þau, það þótti ekki fínt, krökkunum var komið fyrir á einhverju „fávitahæli“ og foreldrar heimsóktu börnin sárasjaldan því það þótti hafa slæm áhrif á þau að foreldrarnir kæmu í heimsókn, þau voru svo óþekk þegar foreldrarnir væru að fara og óþægindi fyrir starfsfólk. Þessi litlu grey vildu auðvitað bara fá ást og umhyggju og fara heim með foreldrunum. Eru þetta ekki börn einhvers sem á í vandræðum, erum við með samtök, hópa sem gefa þessu fólki tækifæri á að tala um sín vandræði, hvernig á að bregðast við. Leitum lausna í stað þess að þrjóskast við og henda þeim bara í fangelsi.

Hvað vilt þú, hvað heldur þú að sé betra? Fela þetta í undirheimum og herða fólk upp með fangelsisheimsóknum reglulega eða gefa fólki tækifæri á að fá hjálp? 

 

 


Er ekki komið nóg af ríkisstjórnum sem hygla fjármálafyrirtækjum?

Ég á ekki til orð yfir góðmennsku þeirra sem stungu uppá því að fólk greiddi inná lánin með viðbótalífeyrissparnaðinum sínum. Hvað á þá fólk að lifa af í ellinni? Ekki er lífeyrisgreiðslurnar svona háar að þær dugi fyrir einhverju sómasamlegu lífi. Einu sem græða á þessu eru fjármálastofnanir. Verðtryggt lán og 4% verðbólga á móti viðbótalífeyrissparnaði. Eins og að slökkva eld með bolla af vatni og teskeið. Vona innilega að þingmenn láti ekki þessa tillögur fara lengra en að vera tillögu. 


Ögmundur er fljótur að gleyma eða er hann hræddur við að lenda illa í því fyrir næstu kosningar?

Á mbl.is þann 15. september 2013 var að finna þessa frétt hér þar sem Ögmundur Jónasson VG virðist líta á skrif Sigríðar Rutar Júlíusdóttur Hæstaréttarlögmanns, í Kjarnanum 12. september 2013, (greinin) sem einhverja vitleysu. Þar skrifar hún um að loforð stjórnarflokkanna geti skapað væntingar sem ekki sé hægt að hætta við nema að ríkið verði skaðabótaskylt. Það sem hún er að segja er að lántakendur geti krafið stjórnvöld um greiðslu vegna þeirra endurteknu loforða um skuldaniðurfellingu sem hafa hljómað síðan fyrir kosningar. Þ.e hætti þeir við og láti ekki verða að skuldaniðurfellingunni.

Ögmundir segir á heimasíðu sinni (hér) „Ef ríkisstjórnarflokkarnir standa ekki við kosningaloforð sín á ekki að leiða slík svik til lykta fyrir dómstólum. Þá eiga þeir að segja sig frá völdum og efna til kosninga. Svo einfalt er það.“

Loforð vinstri grænna fyrir síðustu kosningar

Margir muna loforð VG fyrir þarsíðustu kostningar, en þar lofaðu VG að kysir þú þau, værir þú að kjósa já við andstöðu við inngöngu í ESB. Flestir muna síðan viðsnúninginn þegar VG og Samfylkingin sóttu um aðild að ESB.

Þá var enginn að tala um að fara með málið fyrir dómstóla, þó svo að VG hefði svikið kjósendur sína og í stað þess að segja NEI við ESB fyrir kosningar, var stefnan orðin JÁ við ESB eftir kosningar. Var hugsun Ögmundar ekki orðin eins þroskuð eins og hún er núna eða er það þannig eins og svo oft að það er ekki sama hver á í hlut? Svo ég láti orðin sem hann skrifar  sem andvar við grein Sigríðar Ruta hér einu sinni enn, „Ef ríkisstjórnarflokkarnir standa ekki við kosningaloforð sín á ekki að leiða slík svik til lykta fyrir dómstólum. Þá eiga þeir að segja sig frá völdum og efna til kosninga. Svo einfalt er það.

Hvað erum við að sjá hér? Erum við að sjá hvernig þingmenn eru að hæðast að kjósendum og telja sig ofar lögum þessa lands eða finnst þeim sannleikurinn ekki skipta máli. Eru leikreglurnar ekki flóknari en það að þú hamrar nógu oft á því að þér finnist stjórnarflokkarnir eiga að segja af sér, þeir hafi lofað og svikið og þá sé það samasemmerki um afsögn. Svo þegar þú lendir í því sama þá er það allt annað dæmi.

Orð Sigríðar Rutar kæta mig óendanlega, því mig hefur lengi undrað hversu miklu er hægt að lofa til að lokka að sér atkvæði almennings, og standa svo ekki við gefin loforð. Hvenær kemur að því að tekið verður á þessu máli eða finnst stjórnmálaflokkunum það vera spennandi að vita hver þorir að lofa mestu og standa við sem minnst?

Við vitum ekki ennþá hvort stjórnin ætlar að standa við gefin loforð en það kemur í ljós á næstunni og það kemur í ljós, standi þeir ekki við sitt, hvort einhver þorir að fara í mál og krefjast skaðabóta á þem forsendum sem Sigríður talar um í greininni. Eins og málið er í dag sýnist mér stjórnarflokkarnir ætla að standa við skuldaniðurfellinguna að einhverju leiti, með því að sameigna loforð beggja flokkanna í eitt og flækir það málið, lendi það fyrir dómstólum.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband