Örorkubætur sem hluti af útgjöldum ríkisins, af hverju hafa svona margir orðið öryrkjar?

Örorka er ekkert gamanmál og sá sem er öryrki á alla mína samúð. Hvað er verið að gera vitlaust í þjóðfélaginu sem gerir það að verkum að bótaþegum bara fjölgar? Það sem mig langar einnig að vita er hvers vegna eru framlög ríkisins til örorkugreiðslna svona háar?

Samkvæmt fjárlögum 2014 bls. 94 er hægt að sjá útgjöld ríkisins til öryrkja. Samtals eru þetta greiðslur uppá rúma 28,3 milljarða. Það sem mig myndi langa að vita hvers vegna þessi upphæð er svona há? Af hverju er þessi liður alltaf að hækka en sem hlutfall af heildartekjum ríkissjóðs(rekstrargrunnur) var þetta rúm 4.6%.

Árið 2013 var þessi upphæð rúmir 26.3 milljarðar og sem hluti af heildartekjum 4,55%.

Árið 2012 var þetta 25 milljarðar eða 4,78%

Árið 2000 var þessi upphæð  rúmir 4.5 milljarðar. Þetta var 2,27% sem hlutfall af tekjum ríkissjóðs(rekstrargrunnur) sem er að ég held ágætis viðmiðun þar sem ég hef ekki umreiknað upphæðirnar í núvirði. 

Mín hugsun er hvort ekki sé hægt að lækka þessa tölu um allavega helming með því að gefa þessu fólki kost á að endurmennta sig, vinna hluta úr degi, vinna létt störf, endurhæfing, eða annað sem mér dettur ekki í hug í augnablikinu. Ástæða þess að fólk er með örorku er margvísleg og sumir ekki í standi að vinna, en aðrir myndu með glöðu geði vinna hluta úr degi eða fá aðstoð að læra eitthvað annað sem gerir þeim kleyft að verða fær um að sjá fyrir sér og þannig styrkja sjálfstraust sitt.

Það má ekki misskilja þetta viljandi, allir sem eru á örorku eru á henni því þau eru ekki fær um að vinna en mín spurning er hvort ekki sé hægt að aðstoða þetta fólk að breyta til, bæta lífskjör sín á einhvern hátt því það verður enginn ríkur á að vera á örorkubótum nema síður sé. Við vitum að þær eru ekki nema rétt til að lifa af en samt er þetta ótrúlega há upphæð þegar á heildina er litið.  

Eins mætti taka dæmi um atvinnuleysisbætur. Er ekki hægt á einhvern hátt hægt að koma því fólki til bjargar, greiða með þeim svo þau geti verið á vinnustað og haldið sér i þjálfun og andlegu jafnvægi því það er löngum vitað að ekkert er verra en að vera atvinnulaus langan tíma.

Verum hugsandi og hugsum málið til enda ekki bara henda í fólk bætur og láta fjöldann hrannast upp sem situr heima á sultarlaunum og líður bara verr fyrir vikið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband