Nú spyr ég ykkur öll sem skrifið hér, hvern viljið þið sem Seðlabankastjóra

Eg ætla ekki að hafa þetta langt, heldur spyrja, hvern viljið þið fá sem Seðlabankastjóra og hverjum treystið þið í það verk. Er það núverandi bankastjóri eða einhver annar? Væri gaman að heyra hvern þið viljið og af hverju?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Lilju Mosesdottur

Jóhann Kristinsson, 18.7.2014 kl. 02:09

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég vil fá hæfasta umsækjandann. Mér sýnist það vera annaðhvort Már eða Lilja Mósesdóttir.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.7.2014 kl. 07:57

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei takk, ekki Má! –– "ekki meir, ekki meir!"

Og Ragnar Árnason gæti verið stabílli en Lilja.

Jón Valur Jensson, 18.7.2014 kl. 08:43

4 identicon

Sæll Brynjólfur - og aðrir gestir þínir !

Brynjólfur - engan: EKKI einn einasta / í stað þessarra manna sem gegnt hafa þessu arðránsembætti - til þessa.

Hvernig - komst íslenzkt samfélag af / fyrir árið 1961: og tilkomu þessa óþverra bákns (Seðlabnkans) Bynjólfur ?

Alveg þokkalega - hefir mér sýnst / til þessa !!!

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 11:52

5 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Sæll Óskar Helgi,

Ég er nú ekki svo fróður að ég viti það svona án þess að flétta þig upp en er ekki bara Seðlabanki af því að það er skylda eða það hafi verið hálfgerður seðlabanki hér aður fyrr þó það hafi ekki heitið seðlabanki. En af því við erum nú með Seðlabanka þá kannski ætti fjármálaráðherra að vera yfir honum meinar þú?

Brynjólfur Tómasson, 18.7.2014 kl. 14:30

6 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Ég gæti ekki hugsað mér að fá Má aftur þó svo að mig gruni að hann verði ráðinn aftur. Már hefur sett okkur í enn meiri vandræði en við vorum í með því að vera að hafa þessi úboð á krónum reglulega og með því að hafa háa stýrivexti. Þetta eitt gerir það að verkum að vandi okkar var fluttur að hluta til fram í tímann.

Lilja er með þessi skiptikrónu hugmynd en ég er bara ekki að kaupa það. Verður of dýrt. Og hægt að leysa á annan veg. Ragnar þekki ég ekki hvað hann hefur uppá að bjóða eða þann síðasta sem ég man ekki hvað heitir.

Svo valið stendur að mínu mati á milli Lilju og hinna tveggja og ég myndi útiloka Má.

Brynjólfur Tómasson, 18.7.2014 kl. 15:32

7 identicon

Sælir - á ný !

Og - þakka þér fyrir svarið / sem og fyrirspurnina.

Nei - ég tel þetta andstyggðar bákn óþarft með öllu - og við ættum að loka hinu smávaxna hagkerfi hér: algjörlega og úrsögn frá EES kjaptæðinu ætti að vera 1. forgangs atriði.

Munum - tiltölulega kyrrlátt þjóðfélag: áður en heimskum Háskóla hvítflibbum / sem og hreinum og klárum tossum var hleypt út á forað græðgi- og frjálshyggju plágunnar - Brynjólfur minn.

Með - ekki síðri kveðjum en hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 15:33

8 identicon

Davíð Oddsson. Hann er gamall í hettunni, með góð sambönd og hlýtur að hafa lært af reynslunni. Fyrst og fremst þá er maðurinn ekki algjör aumingi, ólíkt flestum íslenskum kandidötum í þetta starf.

Jóhannes. (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 16:10

9 identicon

Hannes Hólmsteinn og Lilja Mósesdóttir virðast ofstækismenn sitt með hvoru móti og koma hvorugt til greina. Það þarf raunsæan miðjumann í svona starf. Davíð var aldrei hægrimaður.

Jóhannes. (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 16:11

10 identicon

Þó virði ég réttsýnar skoðanir Lilju á ýmsu og vil að vanmetin rödd hennar heyrist. Sama með Hannes, sem er vanmetinn og vannýttur hámenntaður maður, en bara gengur of langt í frjálshyggjunni.

Jóhannes (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 16:13

11 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Eflaust eru til margar leiðir að því að ná árangri í ríkisfjármálum og víst er græðgin alltaf til staðar, hjá því verður víst ekki komist.

Davíð hefur eflaust lært af reynslunni og ég er sammála ykkur að Seðlabankastjóri þarf í raun ekki menntaður á þessu sviði því nóg er af fræðingunum sem vinna innan seðlabankans. Seðlabankastjóri þarf að hafa kommon sens og sjá hvaða leiðir eru bestar sem bent er á í samvinnu við aðra starfsmenn bankans. En einhvernveginn held ég að Davíð myndi aldrei fara í starfið aftur svo við getum afskrifað hann :)

Brynjólfur Tómasson, 18.7.2014 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband