Færsluflokkur: Dægurmál

Þetta er átakanlegasta grein sem ég hef lesið lengi.

Grein sem birtist í DV 11. júlí sem ber nafni "Ekkert nema hreiður vitfirringar" (sjá hér). Þetta er einhvert þarfasta umræðuefni sem tekið hefur verið upp lengi. Þvílíkar myndir og snilld þess sem tók þessar myndir og hvernig honum tekst að lýsa ástandinu. Ég er nú ekki harðari af mér en það að ég fékk verk fyrir hjartað að sjá þetta en það er ekki það sem skiptir máli. Hvernig er hægt að hjálpa þessu fólki sem hefur orðið fíkninni að bráð og kemst ekki út úr því.

Ég get oft á tíðum ekki skilið hvernig fólk í kommentakerfnu getur alltaf verið svo harðbrjósta, "sjálfskaparvíti", "hvernig getur fólk gengið svona um" og mörg önnur komment, en ég hélt að fólk skildi að þegar þú ert svona langt gengin í fíkninni þá hefur þú kannski ekki mikinn áhuga á að vera að punta kringum þig. Kannski ekki einu sinni rétt því ég veit ekki hvernig fólki er leyft að fara svona langt.

Af hverju er fólk ekki svipt sjálfræði og lagt inn á sjúkrastofnun? Eða er það brot á friðhelgi fólks? Held ekki því þér ber skylda til að bjarga fólki sem þú veist að annars gæti orðið illa úti. Það er meira að segja refsivert að aðhafast ekkert ef þú gætir bjargað því án þess þó að stofna sjálfum þér í lífshættu. Kannski ekki átt við svona aðstæður en því ekki? 

Við látum oft eins og við séum svo mörg hér á þessu landi og við náum ekki að hugsa um alla sem hafa það slæmt. Ég skil vel að sá sem er í ruglinu telji að hann eða hún séu að gera það eina rétta, lifa lífinu en svo gæti ég trúað því að þegar bráir að á milli þá sé þetta ekki svo spennandi. Fólk fer á Vog, fer á geðdeild eða hvert það nú fer til að ná upp styrk á ný.

Fólk á rétt að halda sjálfsvirðingu sinni og rétta leiðin til að fólk geri það er ekki að skaffa því skúra til að sukka í heldur að hjálpa þeim að finna hversu miklu betur því líður með að verða laus við fíkniefnin, fá vinnu við hæfi, geti orðið stolt að vinna sér inn laun fyrir mat og húsaskjóli og eiga kannski eitthvað auka. Fá aðstoð dagega til að standast þessa fíkn og framleiða eitthvað, eða hvaða störf sem hægt er að finna handa þeim í vernduðu umhverfi til að byrja með svo að einmannaleikinn yfirtaki ekki viðkomandi og reki það af stað í fíknina aftur til að deyfa martraðirnar sem hjóta að dúkka upp, einmanaleikann sem það hlýtur að fylgja því að vera búinn að flæma frá sér alla fjölskyldu og ættingja og vini.

Tökum höndum saman og gerum þetta að þjóðfélagi fyrir alla ekki bara suma.  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband