Er krónan þrándur í götu þess að hagsmunir útflytjenda og launþega séu þeir sömu?

Verðbólga, stýrivextir, evra, kaupmáttur

Samkvæmt Wikipedia er verðbólga skilgreind, sem hækkun vöru og þjónustu yfir einhvern vissan tíma. Ef við hugsum okkur svo gjaldmiðla, en samkvæmt Wikipedia, skipt niður í frjálsa gjaldmiðla ( ekki viss að þetta orð sé notað) og þá er dæmi tekið um bandaríkjadal (dollar),  að hluta til frjálsir gjaldmiðlar en það er þegar t.d. gjaldeyrishöft eru til staðar og svo stýrða gjaldmiðla þ.e ófrjálsa þar sem öllu er stýrt.

Krónan

Hér fer styrkleiki gjaldmiðilsins fer þá eftir því hvað Seðlabankinn leyfir að skipt sé t.d. í erlendan gjaldmiðil en sé minni eftirspurn eftir krónunni en framboð lækkar gengið. (einfölduð útgáfa því fleira kemur til eins og vextir og fleira). Þetta er í raun og veru eins og hver önnur vara. Eftirspurn stýrist af því t.d. þegar einhver á evrusvæði vill kaupa fisk þarf sá á endanum að skipta því í íslenskar krónur nema það sé t.d. fjárfest erlendis fyrir söluverðið. Hér ætlum við að skipta öllu í krónur. Ég sel fisk fyrir milljarð og eftirspurn eftir krónunni eykst en svo þarf einhver að kaupa inn vörur að utan fyrir milljarð. Eftirspurn eftir evrum eykst og krónan er því kominn í sama gengi og áður. Hér er þó hægt að segja að þetta er rosaleg einföldun en í stórt sett er þetta málið. Vandamálið aftur á móti er það að við seljum út minna en við kaupum inn og því lækkar eftirspurn eftir krónum og gengið fellur.

Seðlabankinn á aftur á móti leik á borði og heldur stýrivöxtum háum hér til að John Smith sem á evrur í breskri fjárfestingu, selji fjárfestinguna sína eða noti fjármagn að kaupa krónur og fyrir þær kaupir sér húsnæði sem virðist vera að hækka og hækka í verði. Honum er í raun og veru alveg sama hvort húsnæðið hækki mikið því Seðlabankinn bauð honum frábær kjör þegar hann keypti krónurnar. Hann fékk magnafslátt, ef hann keypti krónur fyrir meira en 100 þúsund evrur fengi hann 20% afslátt af krónunum. Hann hikar ekki, þetta gerir fjárfestingu hans hér, nokkuð pottþéttan gróða, eða svo gott sem. Hann skiptir inn evrunum og því eykst eftirspurn eftir krónum og gengið styrkist. John vonast til að gengið styrkist enn meira, því þegar hann svo 5 árum seinna ætlar að selja það sem hann keypti hér og nota peninginn í að kaupa sér snekkjuna sem honum langaði í þá fær miklu fleiri evrur en hann nokkurn tíma skipti inn. Hann á 20% fleiri krónur vegna þess að hann fékk afsláttinn og hann var búinn að segja nokkrum vinum sínum frá þessu og krónan styrktist enn frekar. En svo þegar hann og allir vinir hans selja íbúðirnar sem þeir keyptu og vonandi verða gjaldeyrishöftin hætt, mun hann græða rosalega og gengi krónunnar lækka eftir að hann er búinn að skipta öllu sínu.

Allt er þetta ekki svona einfalt og einfaldað mjög en stórt sett þá virkar þetta svona.

Hvað er þá hægt að gera til að auka styrk krónunnar? Jú, við gætum fjölgað þeim búgreinum, þar sem hægt er að flytja út þær vörur sem eru framleiddar. Við getum líka unnið þær vörur sem við erum að flytja út, t.d. selt út unninn fisk í stað þess að flytja út óunninn fisk, búið til allskonar rétti ef við erum bara að tala um fiskinn. Grænmeti væri hægt að rækta í tonnavís, blóm, vinna eitthvað úr álinu sem er framleitt hér og fleira og fleira sem er verið að flytja út. Við það eitt að við séum með meira sem er flutt út heldur en inn þá eykst eftirspurnin eftir krónunni. Um leið og gengið okkar styrkist þá ætti verðbólga að minnka því við gætum keypt innflutta vöru fyrir lægra verð, nema kaupmaðurinn sjái sér leik á borði og hækki álagninguna. Kaupmáttur launanna myndi hækka og við fara að hafa það betra.

Hagmunir útflytjandans og launþegans

Hvers vegna er þetta ekki þá gert, hversvegna eru stjórnvöld ekki æst í það að auka útflutning og beina öllum styrk að því að efla útflutning?

Er það ekki lausnin á því sem við erum að stefna að?

Nei, ekki fyrir þann sem er að flytja út vöru. Þeir sem selja íslenska vöru og fá greitt í erlendri mynt geta þegar gengið er lágt, greitt launin með íslenskum krónum, en þeir fá fleiri krónur fyrir hverja evru þegar gengið er lágt og eftir situr gróði. Þegar gengið er hátt þ.e. krónan sterk þá fá þeir færri krónur fyrir hverja evru og lítið eftir til að setja í gróða þegar búið er að greiða launin. Svo hagsmunir útflytjandans og launþegans eru ekki þeir sömu.

Þannig að hér er hægt að segja það að útflytjandi vill ekki að krónan styrkist of mikið því þá verður hagnaðurinn minni. Útflytjandinn græði því í raun lítið á að vinna vöruna hér, þarf þá að ráða fleira fólk og þó hann fái hærra verð fyrir vöruna þá smá saman styrkist krónan við það að allt í einu er farið að flæða inn meiri gjaldeyrir en út svo hann sleppir því bara að flytja svona mikið út og heldur sínum hlut.

Kerfið er ekki svo flókið ef við einföldum það niður og látum ekki fjármálasnillingana rugla okkur með öllum þessum frösum og flækjustigum.

Hagsmunir útflytjandans og launþegans með evru sem gjaldmiðil

Hvernig væri þetta aftur á móti ef við hefðum evru?

Jú, þá væru hagsmunir launþegans og útflytjandans þeir sömu. Útflytjandinn fær greitt í evrum og greiðir launin í evrum og því meira sem útflytjandinn flytur út því meira græðir hann, hann getur ekki lengur treyst á það að gengið sé honum í hag og því leggur hann allt kapp á það að framleiða sem mest af dýrri vöru sem hann fær mikið fyrir. Þannig er það allt í einu orðinn hagur útflytjandans að framleiða og flytja út meira og meira og því stærri líkur á því að jafnvægi komist á verðmæti útflutnings og innflutnings.  Launþeginn fær meiri vinnu eða fleiri fá vinnu og vöruverð og kaupmáttur launanna verður svipaður mánuð eftir mánuð.

Stýrivextir

Stýrivextir gætu þá lækkað því þá er ekki lengur þörf á því að fá inn meira magn af peningum. Verðlag væri stabílara og verðbólga því í lágmarki. 

Niðurstaða 

Vill taka það fram að það er hægt að halda hér miklu lengra áfram með pælingar og taka fleiri þætti inní þetta en þetta er mín skoðun og eflaust ekki allir sammála því,,, hvað ef og hvað ef???

Evra eða annar erlendur gjaldmiðill sem við verslum mikið með, gerir það að verkum að frá því að hafa andstæða hagsmuni þegar krónan er við völd þá verða hagsmunir útflytjandans og launþegans þeir sömu þegar gjaldmiðillinn er sá sami sem útflytjandinn og launþeginn fá. Hagsmunir þjóðarinnar verður því einnig sá sami við erlenda mynt.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband