Ögmundur er fljótur að gleyma eða er hann hræddur við að lenda illa í því fyrir næstu kosningar?

Á mbl.is þann 15. september 2013 var að finna þessa frétt hér þar sem Ögmundur Jónasson VG virðist líta á skrif Sigríðar Rutar Júlíusdóttur Hæstaréttarlögmanns, í Kjarnanum 12. september 2013, (greinin) sem einhverja vitleysu. Þar skrifar hún um að loforð stjórnarflokkanna geti skapað væntingar sem ekki sé hægt að hætta við nema að ríkið verði skaðabótaskylt. Það sem hún er að segja er að lántakendur geti krafið stjórnvöld um greiðslu vegna þeirra endurteknu loforða um skuldaniðurfellingu sem hafa hljómað síðan fyrir kosningar. Þ.e hætti þeir við og láti ekki verða að skuldaniðurfellingunni.

Ögmundir segir á heimasíðu sinni (hér) „Ef ríkisstjórnarflokkarnir standa ekki við kosningaloforð sín á ekki að leiða slík svik til lykta fyrir dómstólum. Þá eiga þeir að segja sig frá völdum og efna til kosninga. Svo einfalt er það.“

Loforð vinstri grænna fyrir síðustu kosningar

Margir muna loforð VG fyrir þarsíðustu kostningar, en þar lofaðu VG að kysir þú þau, værir þú að kjósa já við andstöðu við inngöngu í ESB. Flestir muna síðan viðsnúninginn þegar VG og Samfylkingin sóttu um aðild að ESB.

Þá var enginn að tala um að fara með málið fyrir dómstóla, þó svo að VG hefði svikið kjósendur sína og í stað þess að segja NEI við ESB fyrir kosningar, var stefnan orðin JÁ við ESB eftir kosningar. Var hugsun Ögmundar ekki orðin eins þroskuð eins og hún er núna eða er það þannig eins og svo oft að það er ekki sama hver á í hlut? Svo ég láti orðin sem hann skrifar  sem andvar við grein Sigríðar Ruta hér einu sinni enn, „Ef ríkisstjórnarflokkarnir standa ekki við kosningaloforð sín á ekki að leiða slík svik til lykta fyrir dómstólum. Þá eiga þeir að segja sig frá völdum og efna til kosninga. Svo einfalt er það.

Hvað erum við að sjá hér? Erum við að sjá hvernig þingmenn eru að hæðast að kjósendum og telja sig ofar lögum þessa lands eða finnst þeim sannleikurinn ekki skipta máli. Eru leikreglurnar ekki flóknari en það að þú hamrar nógu oft á því að þér finnist stjórnarflokkarnir eiga að segja af sér, þeir hafi lofað og svikið og þá sé það samasemmerki um afsögn. Svo þegar þú lendir í því sama þá er það allt annað dæmi.

Orð Sigríðar Rutar kæta mig óendanlega, því mig hefur lengi undrað hversu miklu er hægt að lofa til að lokka að sér atkvæði almennings, og standa svo ekki við gefin loforð. Hvenær kemur að því að tekið verður á þessu máli eða finnst stjórnmálaflokkunum það vera spennandi að vita hver þorir að lofa mestu og standa við sem minnst?

Við vitum ekki ennþá hvort stjórnin ætlar að standa við gefin loforð en það kemur í ljós á næstunni og það kemur í ljós, standi þeir ekki við sitt, hvort einhver þorir að fara í mál og krefjast skaðabóta á þem forsendum sem Sigríður talar um í greininni. Eins og málið er í dag sýnist mér stjórnarflokkarnir ætla að standa við skuldaniðurfellinguna að einhverju leiti, með því að sameigna loforð beggja flokkanna í eitt og flækir það málið, lendi það fyrir dómstólum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband