Háir vextir - lág verðbólga, lágir vextir - há verðbólga, þú tapar hvort sem verður

Þegar Seðlabanki Íslands ákveður ár eftir ár að hafa hér háa stýrivexti er hann að gera fólkinu í landinu erfitt fyrir. Stýrivextir eru í raun verðmiðinn á hvað það kostar að fá lán.

Ég get leigt mér bíl og hann kostar visst mikið og þessu fínni bíl sem ég fæ mér þessu dýrari er leigan, en ég hef val, ég get leigt ódýran einfaldan bíl eða dýran með gæðum. Krónan aftur á móti er bara til í einni útgáfu, en það sem Seðlabankinn ákveður með stýrivöxtum er hvað það kostar fyrir bankanna að fá lánað fé hjá Seðlabankanum. Bankinn ákveður síðan hvað hann ætlar að græða á því að lána út þetta fé og því lánar bankinn út á hærra verði, þ.e hærri vöxtum.

Í eðlilegu samfélagi

Sé ég með hreyfanlega vexti þá hækka lánin mín sem því nemur, ég hef minna milli handanna, fyrirtækið sem ég vinn hjá hefur minna úr að spila og því verða engar fjárfestingar eða minni en áætlað var. Við vaxtahækkun verður eftirspurn eftir krónum, fjárfestar sjá tækifæri á að fjárfesti þeir eða leggi peninginn inn í íslenkan banka þá fá þeir betri ávöxtun en erlendis. Þannig að með aukinni eftirspurn á krónum hækkar gengið. Krónan verður sterkari. Útflytjendur hafa minni áhuga á að flytja út sína vöru þar sem það fæst minna fyrr hana í íslenskum krónum en þegar gengið er lágt. Það verður hagkvæmara að flytja inn vissar vörur heldur en að framleiða þær hér og innflutningur eykst.  

Í öllum eðlilegum kringumstæðum þá helst þetta allt í hendur. Gjaldeyrisstreymi út verður meira við aukinn innflutning, minni útflutningur gerir minni gjaldeyrir inn en vaxtahækkunin gerir það að verkum að fleiri koma og fjárfesta eða leggja gjaldeyrir inn í banka hér, skipta í krónur og leggja inn í banka. 

Hvað gerist aftur á móti þegar vextirnir eru alltaf háir, alltaf hræðsla við verðbólgu, alltaf verið að lokka inn fjármagnseigendur með sína peninga? Getur verið að fólk hætti að spá í að lánin eru dýr, að þjóðfélagið sé miðað við það að við greiðum allt of hátt verð fyrir lánin okkar til að halda uppi vaxtagreiðslum til fjármagnseigendanna.

Hvenær er ástandið eðlilegt? Getur verið að það sé einhvað rangt í þessu kerfi eins og það er í dag? Eigum við ekki að fá að upplifa það að við getum tekið lán fyrir húsnæði og þurfum ekki að greiða meirihlutinn af tekjunum okkar í vexti?  

Brenglað samfélag, okkar samfélag 

Verðtryggingin er ein ástæðan, hún blekkir okkur. Styrivextirnir hækka en það hefur engin áhrif á lánin mín það bara hefur góð áhrif finnst mér þar sem að það leggst minni verðtrygging á lánin. Hmmm er þetta ekki einhver öfugmæli? Getur verið að við séum orðin svo rugluð í þessu að við teljum að þegar Seðlabankinn hækki vexti þá komi það okkur til góða. Við erum að greiða minna í verðtrygginguna en gleymum að grunnvextirnir hækka en iss það breytir mig engu því ég er með fasta vexti, en jú kannski þá sem eru að taka ný lán en ekki mig.

Eðlilegt þjóðfélag hræðist hækkun stýrivaxta því það þýðir að ég hef minna á milli handanna. Stærri hluti teknanna fer í vexti. Lækkun stýrivaxta aftur á móti hefur það í för með sér að ég greiði minni vexti og hef meira á milli handanna. Get keypt meira fyrir mig og minna fer í að halda uppi fjárfestunum sem vilja fá háa vexti.

En af hverju er svona lítið land með svona viðkvæm viðmið vegna verðbólgu? Eða er kerfið allt byggt á því að hér ríki annaðhvort háir vextir og við höfum lítið á milli handanna eða lágir vextir og verðtryggingin dúkkar inn og lánin mín hækka og hækka.

Hver er þá niðurstaðan?

Verðtryggingin hefur gert það að verkum að hvernig sem árar þá eru bankastofnanirnar alltaf með háa vexti á okkur, annaðhvort í formi hárra vaxta eða það er hátt verðtryggingarálag þegar stýrivextir eru lágir.  

Hvað væri hægt að gera?

Jú, hætta við verðtryggingu og hækka stuðulinn fyrir verðbólgu, það á ekki að hafa áhrif á verðbólgu ef fleiri en tveir kaupa sér nýjan sófa eða nýjan bíl.  Ekki vera alltaf að láta eins og við þekkjum ekki umhverfið, ekki láta eins og við séum sjálfskipuð til að halda uppi þeim sem vilja fá ávöxtun á fjármagnið. 'ut með núverandi stefnu Seðlabankans og lækkum stýrivexti og hækkum verðtryggingarstuðulinn þannig að verðbólgan sé ekki talin há þegar það er ekki einu sinni þensla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það hefur ekki áhrif á verðbólgu ef fleiri en tveir kaupa sér nýjan sófa eða nýjan bíl. það hefur ekki áhrif á verðbólgu ef allir kaupa sér nýjan sófa eða nýjan bíl. Verðbólgan er hækkun á verðlagi, sama hvort allir eða enginn kaupir. Að hækka stuðulinn fyrir verðbólgu er ekki á okkar valdi viljum við vera samanburðarhæf, þar er stuðst við alþjóðlega staðla í vísitölumælingum og ekki á okkar valdi að breyta þeim. Við gætum, og höfum, búið til sér Íslenska vísitölu. Gallinn er sá að hún væri, eins og þær hafa verið, ónothæfar í allt nema pólitískan hringlandahátt og bull. Því vísitalan er eins og hitamælir, þó við fiktum í henni og breytum kvarðanum þá hefur það ekki áhrif á hitan sjálfan.

Og verðbólga er ekki mælikvarði á þenslu. Það er hægt að hafa verðbólgu hvort sem er þensla eða samdráttur. Hvort tveggja getur skapað verðbólgu en einnig er hægt að hafa þenslu eða samdrátt án verðbólgu.

Mælistikan er ekki skaðvaldurinn. Við verðum ekki heimsmeistarar í 100 metra hlaupi með því að stytta meterinn okkar í 80 sentimetra, við verðum ekki einu sinni neitt betri.

Hábeinn (IP-tala skráð) 9.7.2014 kl. 16:47

2 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Þegar ég segji að verðbólga hækki við að tveir kaupi sér sófa eða bíl þá á ég við það að um leið og það verður eftirspurn eftir einhverri vöru hér á landi, þá er verðið hækkað. Eftirspurn hækkar verðlag. Nákvæmlega eins og gerist á fasteignamarkaði, með krónuútsölu seðlabankans kemur fólk með evrur og skiptir yfir í krónur. Fólk kaupir sér íbúð og við erum ekkert að tala um fjöldan allan en nægilega marga til að verð hækkar, við erum svo lítil þjóð að nokkrar íbúðir umfram venjulega sölu veldur hækkun, allir ætla að gærða og hækka verðið. Verðlag sem hækkar án eftirspurnar gerist nær eingöngu ef t.d krónan fellur og þá er það ekki eiginleg verðbólga heldur hrun krónunnar því raunvirði hefur ekki hækkað heldur aðeins krónutöluhækkun vegna gengislækkunar. Það að kalla það verðbólgu er rangt.

Þegar verðbólga er mæld er teymi hjá hagstofunni sem hringir rúnt í ákveðnar búðir, kannar alltaf sömu vörurnar og fær þannig út hækkun vöruverðs. Eins og gerist þá er erfitt að halda sig við sömu vörur því það er sífellt verið að breyta um tegundir og fleira og því skekkist viðmiðið. Húsnæðisverð er svo og svo mikil prósent af hækkun verðbólgu og svona mætti halda áfram að telja. Hver segir að þær vörur, sú skopting húsnæðis og þær tegundr vöru og þjónustu sem eru inn í könnun séu réttar? Þetta var ákveðið hér á landi og er ákveðið af okkur.

Veit ekki hvernig hægt er að hafa verðbólgu án þenslu og þenslu á verðbólgu, einhver ný fræði sem ég hef ekki heyrt um en þensla og verðbólga er það sama í mínum augum og það að kalla það verðbólgu þegar gengið hrynur og kók dósin sem kostar 2 evrur kostar áfram 2 evrur eftir gengishrun en kostar kannski 300 fyrr gengishrun en 500 eftir gengishrunið er ekki verðbólga né þensla, þar er einfaldlega rangt að kalla það verðbólgu án þenslu.

Mælistikan er einmitt vandamálið, Mælistikan er síbreytileg og því erfitt að fastsetja eitt eða neitt í fjármálum. Svo við erum ekki alveg sammála í þessu og höfum auðsjáanlega ekki lesið sömu fræðin.

Brynjólfur Tómasson, 9.7.2014 kl. 17:33

3 identicon

Það er náttúrulega auðvelt að rökstyðja mál sitt með því að búa til sínar einka útgáfur af áður vel skilgreindum hugtökum. Gallinn er sá að þá hefur enginn hugmynd um hvað þú ert að bulla. 2+2 verða ekki 6 í raunheimum þó þú gefir þér persónulega að 2 séu 3.

Hábeinn (IP-tala skráð) 9.7.2014 kl. 19:56

4 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Gott að skýla sér bak við nafnleynd og bulla eitthvað :) Gangi þér vel að reyna að búa til dæmisögur :)

Brynjólfur Tómasson, 9.7.2014 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband