Missti Landspítalinn af lestinni?

Nú þegar lögð er fram skýrsla um hugsanlegar lestarsamgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðamiðstöðvarinnar að upphæð 102 milljarðar þá varð mér hugsað til byggingu nýs hátæknisjúkrahúss. Ég fann síðuna www.nyrlandspitlai.is en þar er seinasta frétt síðan í ágúst á síðasta ári og fjallar um hönnun hluta byggingarinnar. Ég var ekkert að hafa fyrir því að googla um þetta því ég áleit svo að fyrst þetta væri ekki á heimasíðunni þeirra þá væri ekki mikið að gerast í þessum málum.

Ég sá að með lögum nr. 64/2010 var stofnað opinbert hlutafélag ohf. "Nýr Landspítali ohf." og er markmið þessa hlutafélags að standa að undirbúningi útboðs byggingar nýs Landspítala við Hringbraut. Stofnhlutafé er 20 milljónir króna. 

Svo stórt er spurt. Hvað varð um byggingaráformin? Missti landsspítalinn af lestinni? Þá á ég við, erum við sjálfum okkur lík og búin að missa áhugann og langar í nýtt leikfang, eitt stk. lest ?  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta lestardæmi er lagt upp sem einkaframkvæmd sem þýðir að verktakinn fjármagnar,hannar, byggir og rekur síðan stöðina. En það er alveg til í dæminu , finnst mér að nýi landspítalinn fari líka í einkaframkvæmd. Eiginlega finnst mér það alveg koma til greina þar sem peningana vantar . Gamli spítalinn er orðinn svolítið úreltur og erfiður rekstrarlega þannig að brýnt er að byggja fyrr en seinna. En ef á að færa flugvöllinn þá er rétt að nýi spítalinn sé staðsettur í námunda við nýja staðsetningu vegna sjúkraflugsins.Besta fyrirkomulagið er að mínu mati innan-og utanlandsflug,spítali og háskóli sem sinnir heilbrigðisgeiranum allt á einum stað. Allt þetta gæti hins vegar raskað forsendunum sem lestarsérfræðingarnir eru að gefa sér þannig að betra er að líta á þetta mál heildrænt.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.7.2014 kl. 15:29

2 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Já þetta er mjög góð athugasemd hjá þér. Það helst svolítið í hendur þetta með innanlandsflug og spítalann og þá er það orðið spurning með endastöð lestarinnar. En hann gengur út frá því í skýrslunni um lestina að flugvöllurinn sé áfram þar sem hann er.

Eins finnst mér þetta góð hugmynd um að láta einhverja fjárfesta fjármagna byggingu spítalans og að ríkið leigji hann svo eða kaupleigu hvort heldur sem það er. En ætli slíkt hafi komið til umræðu við ákvörðun um að hefja útboð eða við skipulagningu spítalans?

Brynjólfur Tómasson, 8.7.2014 kl. 16:39

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei ég held að það hafi ekki komið til umræðu. Ég held meira að segja að það hafi verið hlaupið til og boðin út hönnunin og síðan náttúrulega ekki neitt þar sem engir peningar eru til. Það er lítil hugsun í þessu, finnst mér.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.7.2014 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband