Spurt er
Færsluflokkar
Eldri færslur
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013
Er einhvern sem getur sannfært mig um að greiðsla viðbótarlífeyrirssparnaðar inná lán sé gáfulegt?
29.11.2013 | 10:29
Hver ætlar að sannfæra mig um það að það sé einhver brú í því að greiða niður verðtryggt lán með viðbótalífeyrissparnaði og um leið verða af 2 ára söfnun inná væntanlegan ellilífeyrissjóð með þeim vöxtum og vaxtavöxtum sem því fylgir?
Eitt væri að greiða niður óverðtryggt lán en annað að greiða niður, ef hægt er að segja greiða niður, verðtryggt lán. Mjög grófleg ágiskun er að væri ég t.d. að safna ca. 300.000 kr á tveggja ára tímabili í viðbótalífeyrissparnað sem ég greiddi inná lánið mitt ca 20 milljónir, þá væri lánið búið að hækka um tæplega 2 milljónir yfir sama tveggja ára tímabil með svipaðri verðbólgu og núna, en gróflega reiknað. Hvar stæði ég þá? Jú lánið vær sem sé búið að hækka um 1.700.000 miðað við þetta.
Þegar þú selur svo fasteignina sem þú ert að eyða ellilifernum þínum í þá verða þessi 300.000 ekki mikils virði ef þú ert svo óheppinn að selja þegar verðið er lágt, kannski ertu heppinn og selur þegar verðið er hátt og þá skipta þessi 300.000 ekki miklu. Sama hvernig þú lítur á þetta þá ertu að greiða inná lán sem þú veist ekkert um hvernig málin þróast með. Þú veist ekkert hvenig verð á húsnæði þróast, verðbólga, hvort verðtrygging verði afnumin.
Sumir " sem allt vita " hæðast að þeim sem telja þetta ekki hagkvæmt og vilja ekki viðurkenna að þetta endurgeiðsluform er ekki endurgreiðsla. Þetta er hugarleikfimi sem fær "snillingana" til að halda að þeir séu að fá uppfyllt loforðið sem fékk þá að kjósa framsókn.
Svo ef það eru einhver rök með þessu þá væri gaman að heyra það.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er ekki kominn tími til að lögleiða fíkniefni og viðurkenna að ósigur í baráttunni gegn þeim?
26.11.2013 | 10:23
Margar skoðanir og sterkar eru um lögleiðingu fíkniefna og eins og okkur hættir til þá eru menn fordæmdir fyrir að voga sér að tala um lögleiðingu. Allt fleiri viðurkenna að með því að stimpla einhverja vímugjafa sem ólöglega þá séum við að byggja upp undirheima sem verða öflugri og öflugri. Veltan er gífurleg og eins og þegar peningar eru annars vegar þá svífst fólk einskins til að verja sinn hag.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttadómari var í viðtali á útvarpsþættinum Harmagetton (hér)og sagði meðal annars að vímuefni hefðu fylgt mannkyninu allar aldir og nú værum við með einn vímugjafa sem væri löglegur, áfengið, á meðan aðrir vímugjafar væru ólöglegir. Við værum að eyðileggja líf ungs fólks með því að fordæma neyslu slíkra efna og senda ungt fólk í fangelsi í stað þess að hjálpa þeim.
Ég hef verið að mynda mér skoðun á þessu og rætt þetta við marga en það eru kostir og ókostir með lögleiðingu. Við myndum losna við þetta úr ósýnilegri undirheimastarfssemi og minnka aðdráttaraflið þangað, þar sem peningaveltan myndi nánast hverfa. Aftur á móti væri hætta á því að þeir sem þegar væru fastir í undirheimunum, eða stjórnuðu þar, myndu finna sér aðra verslunarvöru, t.d. mannsal, vændi, þrældóm (ræna fólki og láta það vinna í verksmiðjum fyrir ekki neitt) og eflaust eitthvað fleira sem þeim dytti í hug.
En ég segji eins og Jón Steinar og fleiri, látum reyna á þetta, látum reyna á að í stað þess að henda fólki í fangelsi fyrir neyslu slíkra efna, virðum þau sem manneskjur og hjálpum þeim til að hjálpa sér sjálf. SÁÁ er til staðar og með smá stækkun þá væri svo auðvelt að hafa lokaða deild þar sem burðardýr og þeir sem eru háðir neyslu slíkra efna er gefinn kostur að losna úr viðjum þessara efna. Það er til svo margar aðferðir til að ná árangri, smá hlýja og mannlegt viðmót er oft það sem þetta fólk þarf á að halda í stað grjótharðrar fangelsisvistar og ámynningu um það að ef þú bjargar þér ekki sjálfur þá gerir það enginn. Þér er gefinn kostur á að vinna af þér skuld með því að gerast burðardýr eða hótað hinu og þessu ef þú gerir það ekki.
Obama forseti Bandaríkjanna er á þeirri línu að við leysum ekki vandann með því að henda fólki í fangelsi, heldur sé lausnin að hjálpa þessu fólki (hér) en læknavísindin hafa sannað að það er hægt að lækna þá sem ánetjast fíkniefnum og því nauðsynlegt að hjálpa því í stað þess að refsa.
Einu sinni faldi fólk börnin sín sem voru þroskaheft, það skammaðist sín fyrir þau, það þótti ekki fínt, krökkunum var komið fyrir á einhverju fávitahæli og foreldrar heimsóktu börnin sárasjaldan því það þótti hafa slæm áhrif á þau að foreldrarnir kæmu í heimsókn, þau voru svo óþekk þegar foreldrarnir væru að fara og óþægindi fyrir starfsfólk. Þessi litlu grey vildu auðvitað bara fá ást og umhyggju og fara heim með foreldrunum. Eru þetta ekki börn einhvers sem á í vandræðum, erum við með samtök, hópa sem gefa þessu fólki tækifæri á að tala um sín vandræði, hvernig á að bregðast við. Leitum lausna í stað þess að þrjóskast við og henda þeim bara í fangelsi.
Hvað vilt þú, hvað heldur þú að sé betra? Fela þetta í undirheimum og herða fólk upp með fangelsisheimsóknum reglulega eða gefa fólki tækifæri á að fá hjálp?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Er ekki komið nóg af ríkisstjórnum sem hygla fjármálafyrirtækjum?
25.11.2013 | 23:13
Ég á ekki til orð yfir góðmennsku þeirra sem stungu uppá því að fólk greiddi inná lánin með viðbótalífeyrissparnaðinum sínum. Hvað á þá fólk að lifa af í ellinni? Ekki er lífeyrisgreiðslurnar svona háar að þær dugi fyrir einhverju sómasamlegu lífi. Einu sem græða á þessu eru fjármálastofnanir. Verðtryggt lán og 4% verðbólga á móti viðbótalífeyrissparnaði. Eins og að slökkva eld með bolla af vatni og teskeið. Vona innilega að þingmenn láti ekki þessa tillögur fara lengra en að vera tillögu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.11.2013 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ögmundur er fljótur að gleyma eða er hann hræddur við að lenda illa í því fyrir næstu kosningar?
24.11.2013 | 14:51
Á mbl.is þann 15. september 2013 var að finna þessa frétt hér þar sem Ögmundur Jónasson VG virðist líta á skrif Sigríðar Rutar Júlíusdóttur Hæstaréttarlögmanns, í Kjarnanum 12. september 2013, (greinin) sem einhverja vitleysu. Þar skrifar hún um að loforð stjórnarflokkanna geti skapað væntingar sem ekki sé hægt að hætta við nema að ríkið verði skaðabótaskylt. Það sem hún er að segja er að lántakendur geti krafið stjórnvöld um greiðslu vegna þeirra endurteknu loforða um skuldaniðurfellingu sem hafa hljómað síðan fyrir kosningar. Þ.e hætti þeir við og láti ekki verða að skuldaniðurfellingunni.
Ögmundir segir á heimasíðu sinni (hér) Ef ríkisstjórnarflokkarnir standa ekki við kosningaloforð sín á ekki að leiða slík svik til lykta fyrir dómstólum. Þá eiga þeir að segja sig frá völdum og efna til kosninga. Svo einfalt er það.
Loforð vinstri grænna fyrir síðustu kosningar
Margir muna loforð VG fyrir þarsíðustu kostningar, en þar lofaðu VG að kysir þú þau, værir þú að kjósa já við andstöðu við inngöngu í ESB. Flestir muna síðan viðsnúninginn þegar VG og Samfylkingin sóttu um aðild að ESB.
Þá var enginn að tala um að fara með málið fyrir dómstóla, þó svo að VG hefði svikið kjósendur sína og í stað þess að segja NEI við ESB fyrir kosningar, var stefnan orðin JÁ við ESB eftir kosningar. Var hugsun Ögmundar ekki orðin eins þroskuð eins og hún er núna eða er það þannig eins og svo oft að það er ekki sama hver á í hlut? Svo ég láti orðin sem hann skrifar sem andvar við grein Sigríðar Ruta hér einu sinni enn, Ef ríkisstjórnarflokkarnir standa ekki við kosningaloforð sín á ekki að leiða slík svik til lykta fyrir dómstólum. Þá eiga þeir að segja sig frá völdum og efna til kosninga. Svo einfalt er það.
Hvað erum við að sjá hér? Erum við að sjá hvernig þingmenn eru að hæðast að kjósendum og telja sig ofar lögum þessa lands eða finnst þeim sannleikurinn ekki skipta máli. Eru leikreglurnar ekki flóknari en það að þú hamrar nógu oft á því að þér finnist stjórnarflokkarnir eiga að segja af sér, þeir hafi lofað og svikið og þá sé það samasemmerki um afsögn. Svo þegar þú lendir í því sama þá er það allt annað dæmi.
Orð Sigríðar Rutar kæta mig óendanlega, því mig hefur lengi undrað hversu miklu er hægt að lofa til að lokka að sér atkvæði almennings, og standa svo ekki við gefin loforð. Hvenær kemur að því að tekið verður á þessu máli eða finnst stjórnmálaflokkunum það vera spennandi að vita hver þorir að lofa mestu og standa við sem minnst?
Við vitum ekki ennþá hvort stjórnin ætlar að standa við gefin loforð en það kemur í ljós á næstunni og það kemur í ljós, standi þeir ekki við sitt, hvort einhver þorir að fara í mál og krefjast skaðabóta á þem forsendum sem Sigríður talar um í greininni. Eins og málið er í dag sýnist mér stjórnarflokkarnir ætla að standa við skuldaniðurfellinguna að einhverju leiti, með því að sameigna loforð beggja flokkanna í eitt og flækir það málið, lendi það fyrir dómstólum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvert er hlutverk verkalýðshreyfingarinnar og er hún að sinna því hlutverki?
23.11.2013 | 14:49
Stundum hef ég það á tilfinningunni að fólk þori ekki að viðra skoðanir sínar af ótta við að styggja vinnuveitanda sinn, styggja væntanlega viðskiptavini, styggja lánastofnanir, styggja einhvern sem á hlut að máli. Vel skiljanlegt afstaða því það eru margar hliðar á hverju einstöku máli.
Ég er að ljúka námi í lögfræði og því sönn ánægja og jafnframt skylt að hugsa um hag skjólstæðings míns. Ég veit að fari ég í það verja hvort sem er sekan ógæfumann eða saklausan einstakling sem hefur verið ranglega ákærður mun ég þurfa að gefa mig 100% í málið. Allir eiga rétt á að fá sína sögu sagða, allir eiga rétt á að verja sig, það á ekki að vera mér að kenna þó einhver glæpamaður komist upp með ódæðisverk heldur er það lögin sem taka þá ekki rétt á málum.
Ekki skjóta boðberann ef hann vinnur sinn verk af alúð, en ef hann er að vinna á móti því sem hann er ráðinn til að gera þá tel ég að boðberinn eigi að víkja. Verkalýðsforustan, kjaranefndir verkalýðsfélaganna eiga að víkja ef þær hafa ekki staðið sig, og það eru víst fæstar sem hafa gert það. Við erum að tala niður til kjararáðs. En hvað eru þeir að gera? Jú, það sem þeir eru fengnir til að gera. Leiðrétta laun viss hóps, en kjararáð er fengið til að leggja mat á hvað telst sanngjörn hækkun miðað við ytri aðstæður. Ætti ekki að vera flókið fyrir verkalýðshreyfinguna að skoða þær forsendur sem kjararáð fer eftir.
Hvers vegna er þá ekki gert meira til að krefjast réttlætis á þeim málum sem auðsjáanlega eru í lamasessi? Af hverju er verkalýðshreyfingin ekki að standa sig? Af hverju er sami formaður ár eftir ár þó hann hafi margoft sýnt og sannað að hann er ekki að sjá hlutina frá sama sjónarhorni og launþeginn? Eflaust bráðvelgefinn maður en bara ekki alveg að standa sig í starfi, því hann á að sjá hlutina frá sjónarhorni launþegans og verja hagsmuni launþegans.
Atvinnurekandinn vill fá eitthvað fyrir þá áhættu sem hann er að taka með því að stofna fyrirtæki en margir þeirra eru ekki eins og verið er að hamra á í launabaráttunni. Mjög margir atvinnurekendur eru að greiða laun sem eru yfir því sem er sett sem lágmark í kjarasamningum.
Af hverju er það, spyrja sumir? Af hverju eru sumir atvinnurekendur að greiða hærri laun en nauðsynlegt er samkvæmt samningum?
Jú, þeir vita að fólk þarf að lifa af launum sínum og vita að annars fer fólk í næstu bestu vinnu ef hún býðst og launin þar eru hærri. En af hverju eru þá þeir launaflokkar sem eru í kjarasamningum svona lágir? Jú, það er einfaldlega vegna þess að verkalýðsforustan, kjarasamninganefnd er ekki að vinna vinnuna sína.
Hvaða fyrirtæki eru að greiða lægstu launin og er nauðsynlegt fyrir þessi fyrirtæki að greiða svona lág laun?
Það er eflaust jafn misjafnt og þau eru mörg, hvað myndi pylsan frá SS kosta ef lágmarkslaun sem eru greidd myndu hækka um 20%? Myndum við hætta að kaupa pylsurnar ef þær hækka um 20%? Kannski.
Hvernig getur verið hagkvæmara að flytja inn matvörur frá öðru landi þar sem launin eru hærri, en varan ódýrari hingað komin?
Það er svo margt sem spilar inní og ég ætla ekki að svara þessari spurningu um flutningskostnað og fleira, enda komið út fyrir efnið. Það sem skiptir máli hér, er að flest VERKALÝÐSFÉLÖG ERU AÐ SEMJA UM LAUN SEM EKKI ER HÆGT AÐ FRAMFLEYTA SÉR Á.
Hvernig er hægt að sitja í einhverri stöðu, í einhverri samninganefnd og semja um laun fólks sem treystir á að sá sem var valinn í kjaranefnd eða hvað sem það kallast, standi og falli með því sem kallast eðlileg skynsemi?
ÞÚ SEMUR EKKI UM LAUN SEM ÞÚ NÆRÐ EKKI AÐ FRAMFLEYTA ÞÉR Á. Þetta ætti ekki að vera svo flókið og ætti ekki að vera leyfilegt að bjóða uppá eitthvað sem er ekki hægt. Ég ætla ekki að meta hvað lægstu laun ættu að vera til að hægt sé að framfleyta sér en ég veit allavega að margir kennarar komast ekki af á sínum launum en farir þú á stað eins og Hvolsvöll þá er kennari eða leikskólakennari með mun hærri laun en t.d. þeir sem vinna við kjötvinnslu á svæðinu.
Mitt ráð til verkalýðshreyfingarinnar er, reynið nú að standa á málstað ykkar og berja í borðið. Nú er komið að því að komið verði upp reglu hér á landi sem er einföldun en sanngjörn. Ef fyrirtæki er svo illa rekið að það geti ekki greitt laun svo fólk getur lifað af á þeim, þá hefur það ekkert að gera við að vera haldið á lífi með því að notfæra sér eymd annarra, þá á ég við að notfæra sér, að takir þú ekki þessa vinnu á lágum launum þá færðu enga vinnu og engin laun.
Niðurstaða
Erum við að halda uppi fyrirtækjum sem eru ekki samkeppnishæf á markaði, með því að halda launum niðri svo þau geti starfað?
Erum við þá að skerða þjóðarframleiðslu með því að halda þessum fyrirtækjum á lífi?
Væri ekki nær að greiða fólki laun svo þau geti lifað og þurfi ekki að eyða allri sinni orku í aukavinnu á kvöldin. Værum við ekki lífsglaðari og skilvirkari vinnuafl ef launin væru RÉTT.
Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar er að semja um kaup og kjör félagsmanna sinna. Hlutverk þeirra er ekki að hugsa um hag atvinnurekandans, það eru aðrir sem fara með það hlutverk. Ef fyrirtæki semur illa þá fer það á hausinn, ef við semjum illa þá förum við á hausinn. Munurinn er að fyrirtækið er fyrirtæki, launþeginn er manneskja sem þarf laun til að geta lifa og hættir ekkert að þurfa nausynjar til að lifa þó það fari á hausinn.
Hættum að hlusta á verkalýðsforingja sem segja að við verðum að hugsa um hag þjóðfélagsins þegar við erum að semja.
Hættum að hlusta á verkalýðsforingja sem eyða allri sinni orku í að berjast fyrir afnámi eða ólögmæti verðtryggingar, því það fæðir okkur ekki eða klæðir.
Hættum að hlusta á verkalýðsforingja sem telja að fyrirtækin geti ekki hækkað launin því þau hafi ekki bolmagn til þess.
Það er ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að verja hag annarra en launþegans. Það er hlutverk annarra hópa að sjá um verðtrygginguna og ólögmæti hennar. Það er hlutverk þrýstihópa sem stofnaðir eru af samfélaginu og við eigum að taka þátt í. Atvinnurekandinn sér um sitt, svo verkalýðshreyfingin þarf ekkert að aðstoða þá. Þingmenn þjóðarinnar sjá um afnám verðtryggingar, þingmenn sjá um að aðlaga þjóðfélagið að því sem samið er um í kjarasamningum.
HLUTVERK VERKALÝÐSFÉLAGANNA ER AÐ SEMJA UM KJÖR FÓLKS SVO ÞAÐ GETI FRAMFLEYTT SÉR OG SÍNUM.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.