Fari brennivínið í búðirnar er grundvöllur fyrir kaupmanninn á horninu

Allt færri kaupmenn á horninu eru eftir hringinn í kringum landið en núna þegar leggja á fram frumvarp um sölu áfengis í búðum landsins og lögreglumaðurinn sjálfur er staðfastur á því að það muni ekki hafa slæm áhrif á drykkju landsmanna né auka drykkju hjá ungu fólki, þá er aftur kominn grundvöllur fyrir því að kaupmaðurinn á horninu geti staðist samkeppni stórmarkaðanna. Velta verslana mun aukast til muna og því hægt að hafa minni álagningu á öðrum vörum og ná jafnvel samkeppnishæfni við hina stóru. 

Svo kannski erum við að fara að tala um kjötborð og kryddaðar steikur í hverfisbúðum. Þá er kannski kominn grunvöllur fyrir verslunum í litlum bæjarfélögum eins og Stokkseyri og Eyrarbakka. 

Maður verður að líta jákvæðum augum á það sem þeir sem þekkja til segja að sé miklu betra. Við skulum samt muna nafnið hans Viljhjálms Árnasonar og hrósa honum ef þetta fer vel eða ef þetta fer illa og þá væri nú í lagi að maðurinn fengi að svara fyrir fullvissu sína. Vonandi hefur hann rétt fyrir sér að þetta verði allra meina bót.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband