Gefum fjárfestum tækifæri á að fjárfesta í ferðamannaþjónustu í stað þess að búa til bólu á fasteignamarkaði og fyrirtækjamarkaði eins og fyrir hrun.

Um allar sveitir er sveitafólk að breyta búum sínum í gististaði fyrir ferðamenn, menn fjárfesta og setja sig í skuldir til a ná í bita af kökunni. Ég hef búið í nær 4 ár í Borgarbyggð, verði hér í Háskólanum á Bifröst, farið í framboð, rekið tjaldstæðið í Varmalandi sem verktaki milliliða úr Reykjavík en ég hef einnig verið túristi hér um nágrennið.

Mig klæjar í puttana að bæta aðstöðuna, gera allt þetta litla sem þarf til að gera þetta að spennandi kost fyrir ferðamenn.  Hér í Borgarbyggð fer fólk að skoða Barnafossa, gengur tröppur upp að Grábrók, borðar mat í bensínsjoppum í Borgarnesi og fer að Deildatunguhver sem er gaman að sjá en hvað svo? Jú, má ekki gleyma Snorralaug, í Reykholti.

Við hjónaleysin þurftum mjög oft að benda fólki á hvað væri hægt að skoða þegar við vorum með tjaldstæðið en einhvernveginn var eins og fólk finndi ekkert merkilegt að skoða eða gera.

Borgarnes stendur við sjó en þar hefur sandurinn fyllt upp hafnarsvæðið vegna Borgarfjarðarbrúnnar sem breytti öllu. Það er ekki bara sandburður í Landeyjahöfn, það er í Borgarneshöfn líka. Þar lögðust skip að bryggju hér áður fyrr, Akraborgin kom þangað en nú er öldin önnur.

Mig langar að sjá þar smábátabryggju sem gengur út frá Geirabakarí, þar sem hægt er að koma að á bátum og fá sér kaffi, þar sem hægt er að sitja og horfa á bryggjuna og bátamenninguna, en í dag er lítil smábátabryggja út á eyjunni sem þarf að klifra niður að, frá gömlu bryggjunni og ekki beint aðlaðandi fyrr eldra fólk.

Ég er með í kollinum frábæra tillögu að ferðamannastoppustað þar sem yrði haft samstarf við ólíka aðila og þannig gera ferðamannaþjónustuna að alvöruvinnu allt árið þó megnið yrði um sumartímann. Ég hef stað í huga sem þarf að flikka uppá og byggja viðbót og yrði að leggja í hann einhverjar milljónir svona í byrjun og væri þetta fjárfesting uppá einhverjar hundruði milljóna en samkvæmt mínum útreikningum fljótt að borga sig. Fjöldinn er til staðar en það þarf bara að sýna framá að það er hægt að gera hluti sem eru spennandi. Hluti sem eru örðuvísi og hluti sem eru Ísland og fær fólk að langa að koma, langa að stoppa, gista á stöðum í nágrenninu og þannig nýta gistirými.

Við erum ekkert að fá fólk að stoppa og eyða pening ef við erum ekki að gera okkur aðlaðandi kost, fastan kost sem hægt er að taka á móti mörgum rútum í einu og bjóða uppá annað en bensínsstöðvarmat. Hvað er meira spennandi en að geta sest niður með kaffibollan sinn og hafa eitthvað fallegt að horfa á, eitthvað sem við erum ekki alltaf með fyrir augunum og ró og frið.

Hugsum út fyrir rammann og þar sem nú eru gjaldeyrishöft ætti ekki að vera vandræði að  fá fjárfesta til að setja fé í íslenska ferðaþjónustu. Lífeyrissjóðirnir bíða væntanlega í röðum eftir því að fá að kaupa sér hlut í hugmyndinni minni eða ykkar eða er leikurinn núna meðal félaganna í fjárfestingarsjóðunum að kaupa fyrirtækin af hvor öðrum og mynda bólu, kaupa fasteignir á víxl og mynda bólu? Litur vel út á blaði. Lítur vel út fyrir þá sem eru búnir að gleyma af hverju varð hrun.

Útbúum fjárfestum greiða leið að verkefnum sem borga sig upp með því að dæla í þá hugmyndum að spennandi verkefnum, það er ekki bara fjárfesting að fjárfesta erlendis, það er svo margt sem bíður okkar að gera hér á landi og sem vantar fjármagn.

Þar sem ég bíð spenntur þá sendið fundarboðin á brynjolfur.tomasson@gmail.com eða hringið í síma 847 8001 og tökum höndum saman, snúum okkur að því að gera þetta að landi skemmtilegra ævintýra, landi sem fólk getur komið og gert hluti án þess að tapa allri hýrunni á einu bretti. Setjumst niður og gefum fjárfestum tækifæri á að ávaxta fé sitt og gefum ferðafólkinu möguleika á að setja fé sitt í skemmtilega og aðlaðandi hluti og gefum íslenskum ferðamönnum möguleika á að hafa gaman af að ferðast um landið sitt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband