Hvort viltu íslenskt gæðakjöt eða erlent hormónasull?

Það er svo gaman að við sem framleiðum hér kjöt undir efitrliti náum ekki einu sinni að markaðsetja okkur sem landið með hreina og heilnæma kjötið. Bændur mega varla snyrta á kúnum klaufarnar án þess að kalla til dýralækni með öllum þeim tilkostnaði sem það hefur í för með sér. Svo lambakjötið, sem gefur af sér eitthvað á milli 30 og 35 kg undan hverri rollu. Ekki er það nú mikið kjöt en hollt en hreint hlýtur það að vera, búið að vera á afrétt þar sem grasið er lífrænt og mengunarlaust svo langt sem það nær. Nautin úti í haga á beit og vöðvarnir styrkjast. Heilbrigt en væntanlega ekki eins mjúkt og það erlenda. 

Ef ég fer svo til Sviþjóðar, Hollands eða hvert sem er innan Evrópu þá hugsa allir það sama. Ég er ekkert að fara að borða eitthvað erlent sull, sá einu sinni mynd af búi þar, sem var allt útatað í kúaskít. Uss uss uss. Annað en hér með allar ESB reglur, allt eftirlitið og svona hugsa allir. Mitt heimaland framleiðir besta og heilbrigðasta kjötið. 

Af hverju eru þá kaupmenn að krefjast þess að flytja inn kjöt? Er allt í einu orðið betra að kaupa erlent kjöt, er allt erlent betra í augum kaupmannsins? Nei alls ekki það er álagningin sem er að lokka, þeim er nákvæmlega sama um hvaðan kjötið kemur, hvert það hefur ferðast og hvað það er orðið gamalt. Bara að fá innflutt.  

Niðurstaða

Ég skil kaupmenn, þeir vilja fá hagnað og það gefur meiri hagnað að flytja inn kjöt

Ég skil þá sem dreymir um flottu steikina sem þeir fengu á fottu veitingahúsi þegar þau voru á ferðalagi í USA, Ítaíu eða Hollandi. 

Ég skil bændur sem þurfa að rækta upp nautgripi og fé í samkeppni við lönd sem hafa sumar mun lengur en við og eiga ekki séns á móti þeim.  

Ég skil samt ekki að það sé einhver stór hluti sem vilji flytja inn allt kjöt og kippa fótunum undan íslenskri framleiðslu. Hvernig ætlum við að geta flutt allt inn en ekkert út? Er svona erfitt að skilja það að búskapur kringum landið er forsenda þess að hægt sé að bjóða uppá ferðamennsku. Að hægt sé að búa þetta land okkar.

Er þetta enn eitt stríðið höfuðborgarbúar á móti landsbyggðinni?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er svona erfitt að skilja það að búskapur kringum landið er ekki forsenda þess að hægt sé að bjóða uppá ferðamennsku. Að fyrir utan þá sem koma hestanna vegna þá hafa ferðamennirnir almennt engan áhuga á Íslenskum landbúnaði.

Íslensk framleiðsla fullnægir ekki þörfum markaðarins. Við flytjum inn kjúklingakjöt, svínakjöt, nautakjöt og kjöt ýmissa dýra sem ekki eru ræktuð hér. Grænmeti, korn, mjólkurvörur og fisk. Á hótelum og veitingastöðum fá ferðamennirnir Danskt beikon, Írskt smjör og Þýska nautasteik með Hollensku salati og Pólskri kartöflu. Allt vel smurt með verndartollum þó Íslenskar vörur sé ekki að fá.

Sé Íslenskur landbúnaður svo svakalega fatlaður að hann, ólíkt öllum öðrum framleiðslugreinum, þoli enga samkeppni þá er e.t.v. kominn tími til að skoða hvernig hægt sé að draga þennan auma ræfil uppúr hjólastólnum. Hvort hægt sé að gera þetta lasburða fyrirbæri arðbært án gígantískra styrkja frá fólki sem hefur engan hag af rekstrinum. Hvort ekki sé hægt að taka landbúnaðinn af örorkubótunum og hætta að sjá sveitir landsins sem verndaðan vinnustað.

Sé varan eins góð og framleiðendur segja þá ættu þeir ekki að eiga í neinum erfiðleikum með rekstur án innflutningshafta, verndartolla og ölmusu frá skattpíndum almenningi.

Hábeinn (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 03:35

2 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Verð nú að viðurkenna að þetta er ein leið að líta á þetta og bara nauðsynlegt að það komi fram sem þú ert að segja.

Einhvernstaðar stendur að við eigum bara að gera það sem við erum best í, en þó við séum góð að framleiða gott kindakjöt þá erum við ekki góð í að markaðssetja það og selja á rándýru verði. Þó við séum að framleiða hreina afurð þá virðist okkur ekki takast að koma því á framfæri.

Þú hefur eflaust verið einn af þeim sesm mótmæltu að verið væri að niðurgreiða skuldir bankanna, og niðurgreiða sjávarútveginn, og því skiljanlegt að vera á móti því að niðurgreiða landbúnaðarvörur.

Ég tel rétt að bændur selji vöruna á því verði sem hún kostar og það væri eflaust hægt með því að losna við þessa milliliði sem taka sinn skerf. Spurning hvernig þetta verður þegar þetta verður gert frjálst, verður verðið lægra? Mín tilgáta er að kaupmenn komi til með að kaupa 2 flokks kjöt og selja sem 1 flokks og verðið verði svipað :)

Brynjólfur Tómasson, 10.7.2014 kl. 13:16

3 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Samt sem áður get ég ekki hugsað mér landið án landbúnaðar og sveitirnar án mannskaps. Hver nennir að búa útá landi og halda uppi þjónustu allt ári ef það er ekki fólk sem verslar og gistir um vetrartímann? Sjávarútvegusfyrirtækin eru hvort sem er öll að sameina kvótann í stærri byggðarlögin. Áfram landbúnaður en vert að skoða hverng hægt er ða gera hann sjálfbæran :)

Brynjólfur Tómasson, 10.7.2014 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband