Spurt er
Færsluflokkar
Eldri færslur
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Af mbl.is
Bankarnir geta ekki án ríkisvaldsins verið en getur ríkið verið án bankanna?
Í morgunblaðinu birtist grein með fyrirsögninni bankarnir geta ekki án ríkisvaldsins verið (sjá hér) en við lestur greinarinnar þá varð mér hugsað til þess hvað við gerum allt flókið. Hvað er svona flókið við það að svara hvort bankarnir, sem eru með skammarblett á sér allir með tölu fyrir ólöglegt athæfi, eða ef ekki ólöglegt þá allavega óvarlegt athæfi, séu okkur nauðsynlegir. Ætla ekki að fara að leggja dóma á það hér hversu syndugir þeir eru.
Að sögn Barrys Eichengreens, prófessors í hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann í Kaliforníu í Bandaríkjunum, þá er nauðsynlegt að ríkisvaldið setji bönkunum reglur en þær megi ekki vera of íþyngjandi. Það gæti komi í veg fyrir framþróun fjármálakerfisins og jafnvel ógnað stöðugleika þess. Mér finnst svo gaman að orðagjálfrinu hjá fræðingunum. Framþróun og stöðugleiki, íþyngjandi reglur, allt þetta eru fögur orð og hann veit mun meira um fjármálamarkaði en ég. Ég veit að við áttum banka sem voru með ríkisábyrgð og bankarnir fóru á hausinn og ríkið þurfti að greiða fullt af peningum.
Af hverju þurfum við bankana?
Allir eða flestallir sem fá laun, bætur, styrki, eða hvaða nöfnum hægt er að kalla greiðslu frá vinnuveitenda, ríki, lánasjóð, tryggingafélagi eða slíku, fá laun sín greidd gegnum banka. Seðlar eru ekki notaðir lengur nema þá kannski þegar það er verið að vinna svart. Slíkar bankafærslur eru einfaldar, peningarnir fara inn á reikning og svo tekur sá sem á reikninginn jafnt og þétt út eftir þörfum. Þetta krefst starfsfólks sem sér um allt þetta en flestir bankar sjá líka um að lána út peninga og þannig er hagnaður fenginn til að greiða kosnað við rekstur bankans en það er líka áhætta viðútlán. Fást peningarnir greiddir tilbaka? Banki sem hefur slíka starfssemi er með ríkisábyrgð og því mætti telja eðlilegt að ríkið hefði greiðan aðgang að bókhaldi bankans og öllu því sem bankinn er að gera og ætti rétt að fá upplýsingar um það sendar jafnharðan og eitthvað mikið væri að gerast.
Getur ríkið ekki gert þetta?
Ég er svo kröfuharður að fari bankarnir ekki eftir fyrirmælum ríkisins í einu og öllu þá sé ekki grundvöllur fyrir því að ríkis sé ábyrgðaraðili fyrir bankann. Þá er einnig hægt að spyrja sig ef hverju er ríkið ekki bara með bankastarfsemina sjálft. Áhættan hlýtur að vera mun minni. Vöruúrvalið hlýtur að verða einfaldara og þar af leiðandi minnkar áhættan enn meira. Af hverju þurfum við að einkavæða bankana, hvað græðir þjóðin á því? Hver segir að við þurfum að vera með afleiðuviðskipti? Hvers vegna eru við með fjárfestingastarfsemi í ríkistryggðum banka? Er það ekki mismunun?
Hvað sagði Seðlabankastjóri í þessari grein?
Hann rifjaði upp að á ráðstefnu SUERF fyrir tíu árum hefði aukin kerfisáhætta innan fjármálakerfisins verið til umræðu. Þá hefðu menn lýst þungum áhyggjum af því. Áhættan hefði hins vegar aukist til muna eftir ráðstefnuna, bæði hér á landi sem og í alþjóðlegu tilliti.
Áhættan eykst en stefnan er einkavæðing með ríkisábyrgð
Við vitum að stefna ríksisins er að selja sinn hlut í bönkunum en samt vita þeir að það er hætta á að bankarnir misstígi sig aftur vegna fjárfestingastarfseminnar, vegna hárra launa, vegna vegna vegna. Við munum þetta allt en fallegu orð fjármálasnillinganna hljóma svo vel í eyrum og það er hægt að gera þetta að svo flóknu ferli, svo flóknum gjörningum að enginn skilur hvað er um að vera. Af hverju segji ég það ? jú, fyrir hrun þá var málið einfaldlega þannig að Fjármálaeftirlitið, ríkið og alþjóðlegar peningastofnanir skildu ekki fyrr en of seint að allt var komið á hausinn. Allt voru þetta tilbúnir gjörningar sem enginn skildi og enginn fattaði að væru bara innantóm orð.
Af hverju hækkum við ekki innustæðutrygginguna?
Eitt skil ég ekki en það er af hverju við hækkum ekki innustæðutrygginasjóðina. Heyrði að það væri ekki hægt að reka banka sem þyrfti að hafa of háa tryggingasjóði?????? Hmm, ælta ekki að setja mig inní það því ég þarf þess ekki, bönkunum finnst það einfaldara að ríkið taki bara ábyrgð.
Hvað segir reynslan?
Reynslan segir okkur að við eigum ekki að treysta stjórnendum bankanna, við eigum ekki að treysta starfsfólki bankanna og við getum ekki einu sinni treyst eftirlitsstofnunum á vegum ríkisins. Fjármálaeftirlitið brást algerlega í hlutverki sínu eða kannski hægt að segja að ríkið brást með því að hafa stofnunina undirmannaða. Er þá ekki nokkuð víst að við getum ekki látið þetta koma fyrir aftur. Bankarnir fóru sínu fram, yfirmönnum var ekki hægt að treysta og ríkið stóð eftir sem misnotað bákn og almenningur varð að taka á sig og fórna mörgu fyrir svik og léleg vinnubrögð örfárra.
Hvað gerir Seðlabankinn til að rétta hlut landsmanna vegna lélegra vinnubragða bankans?
Svar: Ekkert jákvætt, margt neikvætt, háir vextir svo fólkið greiði hagnað bankanna, gjaldeyrirshöft svo fjársterkir græði og svo framvegis.
Niðurstaða.
Lærdómur af bankahruninu? Mjög mikill
Framkvæmd og eftirfylgni ríkis og seðlabanka af áunnum lærdóm = enginn
Væri gott að velta þeirri spurningu upp af hverju? Er það hagur einhvers að ekki sé farið eftir þeim lærdóm sem áunnist hefur?
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.