Krónan á 80 aura og allir hampa Seðlabankastjóra

Krónan á 80 aura stykkið.

Stundum velti ég því fyrir mér hvað það er hræðilegt að vera ekki frægur á Íslandi. Ef þú ert ekki frægur, ert kominn af ríku fólki eða verið í sjónvarpi, þá er erfitt að koma því sem þú segir þannig til skila að einhver taki mark á þér. Hér sitja allir og þegja þegar Seðlabankastjóri og hans menn, gefa afslátt af krónunni ár eftir ár svo að fólk skipti erlendum gjaldeyrir fyrir íslenskar krónur. Einfalt reiknisdæmi sem segir okkur að eigi ég erlenda mynt að andvirði 100.000 evra þá get ég keypt krónur og ég fæ hverja krónu á 80 aura. Hverjum hefði einhverntíma dreymt um það að kaupa krónu á 80 aura.

Hvaðan kemur hugmyndin eða hver er tilgangurinn?

Er virkilega verið að gera þetta einhvernstaðar annarstaðar? Og til hvers í ósköpum er þetta gert? Þetta er ekkert eins og þetta sé eins dags tilboð, þetta er búið að vera einhver ár. Hver er tilgangur að fólk sem á pening fái krónur á afslætti. Af hverju látum við fara svo með okkur. Við erum að gefa 20 aura af hverri krónu og hvað er búið að skipta inn miklu fjármagni. Hvenær kemur að því að þetta fólk skiptir þessu aftur yfir í erlenda mynt og hvað gerist þá? Tilangurinn segja þeir að sé að fá inngjaldeyri en hvers vegna á þennan hátt? 

Húsnæðisbólan

Úff, jú Seðlabankinn setti skilyrði, fólk varð að fjárfesta í fyrirtækjum eða fasteignum. Fjöldinn ákvað að kaupa fasteignir því það er annað augljóst dæmi. Þetta efnaða fólk kaupir fasteign, verður venjulegur markaður uppiskroppa með íbúðir því eðlilegt kerfi vinnur þannig að ég kaupi íbúð og sel aðra á móti. Nú kemur inn fé að utan og það fólk kaupir og engin eign losnar í staðin.  Þetta er oft stóreignafólk, fyrrverandi stóreignafólk sem flutti út fé, arð fyrirtækja sem fóru á hausinn hjá sumum, sumir bara hagsýnir og áttu eign erlendis, en allt er þetta fólk sem á fé og fær tækifæri að kaupa fasteign með afláttarkrónum og spennir upp markaðinn. Sú spenna helst væntanlega nokkur ár og þá verður væntanlega búið að aflétta gjaldeyrirshöftunum. En hvað gerirst þá?

Skipti yfir í erlenda mynt

Það kemur að því að gjaldeyrishöftunum verður aflétt, sennilega mátulega til að fólk sem keypti fasteignir er búið að uppfylla tímamörkin sem þurfti að eiga eignirnar, man ekki hvort 5 eða 6 ár en skiptir ekki öllu, fólk nær að selja á toppverði og allir hraða sér að selja, verð fellur aftur og þeir landsmenn sem höfðu keypt á háu verði lenda í því að veðhlutfall á eignunum hækkar og sama svekkelsið endurtekur sig. Fólkið sem átti erlenda gjaldeyrinn í upphafi skiptir nú þessum íslensku krónum með fyrst sínum 20% hagnaði sem það fékk við skiptin og síðan hagnaðinum af fasteignakaupunum.  Krónan hríðfellur, gjaldeyrisforðinn hverfur. Við erum í sama veseninu.  En í stað þess láta stórefnafólk fá hagnað uppá tugi prósenta þá hefðum við geta styrkt innlenda framleiðslu

Hvað hefðum við geta gert?

Við hefðum geta látið þennan pening í innlenda framleiðslu sem hefði skapað okkur útflutningstekjur, sem sé gjaldeyri. Hvað verður það mikill peningur sem fer út aftur jú það eru tugir milljarðar sem fara í það að greiða peningafólkinu sinn hagnað, þegar peningafólkið fer með peninginn út aftur.  Við erum trúlega að fara að ráða þennan „snilling“ seðlabankastjóra aftur og allir hrósa honum og hampa. Hann fór í mál við ríkið til að hann fengi meira, hann fékk greiddan málskostnað svo hann fengi meira, en hvað gerði hann fyrir okkur fólkið í landinu? Jú, peningafólkinu gaf hann afslátt af krónunni, heldur stýrivöxtum háum svo við innlenda fólkið greiðum himinháa vexti og fyrirtæki eiga mjög erfitt með að keppa við erland fyrirtæki sem hafa aðgang að lágum vöxtum.

Ef maður hefur trú á að því sem maður hefur í höndunum sé gott þá gefur maður ekki afslátt, maður styrkir ekki þann sem styrkinn hefur og ber niður þann veika. Maður styrkir þann veika, og fær öflugar útflutningsgreinar og fleiri. Fyrir sama fé og við erum að gefa í afslætti gætum við reist risastór gróðurhús og flutt út grænmeti og blóm. við gætum verið sjálfbær í allri grænmetisframleiðslu. Við gætum styrkt rafbílavæðinguna með hagkvæmum lánum til þeirra sem versla sér slíkan bíl og sparað þvílíkan pening í bensín og olíu og bara styrkja fyrirtæki sem eiga möguleika á útflutningi en vantar aðgang að rekstrarfé á sanngjörnum vöxtum. Það er svo margt sem hægt er að gera fyrir þennan pening sem verið er að gefa þeim sem aurana hafa. Bara af því að enginn tekur mark á þeim sem er ekki frægur, er ekki þekktur, er ekki ríkur. Eða er það ekki málið heldur að þeir sem eru að hagnast á þessu eru stóreignamenn og hverjir ætli að það séu í okkar ríkisstjórn sem hampa þessum aðgerðum og telja þær góðar? hmm skrítið hvað þetta á vel við en enginn þorir að segja neitt, allavega ekki þeir á þingi, því hmm, þú gætir orðið af góðu starfi þegar þú hættir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt hjá þér Billi.

Baldur Örlygsson (IP-tala skráð) 6.7.2014 kl. 04:21

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Áhugavert blogg hjá þér Brynjólfur. Ég verð að viðurkenna að ég hef lítið fylgst með þessum málum. En væri ekki hægt að setja einhverjar reglur með það að stoppa menn af að fara með þessa peninga til baka? Ég veit náttúrulega ekki hvernig en mér fyndist það bara eðlilegt.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.7.2014 kl. 10:09

3 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Ef við erum með frjáls viðskipti þá er það ekki hægt að setja skilyrði. Gjaldeyrishöftin eru þessi skilyrði sem eru í gangi en þegar þau verða tekin af þá getur hver sem er flutt sitt fé. Við erum að búa til vandamál við það að leysa vandamál í stað þess að hlúa að útflutningsgreinum og skapa nýjar og leysa þessan gjaldeyrisvanda í eitt skipti fyrir öll.

Brynjólfur Tómasson, 6.7.2014 kl. 11:58

4 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Væri virkilega fróðlegt að vita hvað það er mikill peningur sem þarf að greiða út í mismun þegar fólkið fer með féð aftur eða hvað við erum að skapa okkur minn vanda. Er vaxtahækkun seðlabankans sem hann er að tilkynna ekki bara bein afleiðing þess sem hann er að gera sjálfur? Þessi fasteignabóla? Hefur virkilega engum dottið í hug að verið sé að eyðileggja landið okkar með þessum aðgerðum eða verið að hlúa að þeim sem eiga fé enn betur? Fér í það að kanna hversu mikill peningur fer í peningafólkið sem við hefðum geta sett í framleiðslufyrirtæki sem flytja út vörur og skapa gjaldeyrir.

Brynjólfur Tómasson, 6.7.2014 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband