Færsluflokkur: Fjármál

Háir vextir - lág verðbólga, lágir vextir - há verðbólga, þú tapar hvort sem verður

Þegar Seðlabanki Íslands ákveður ár eftir ár að hafa hér háa stýrivexti er hann að gera fólkinu í landinu erfitt fyrir. Stýrivextir eru í raun verðmiðinn á hvað það kostar að fá lán.

Ég get leigt mér bíl og hann kostar visst mikið og þessu fínni bíl sem ég fæ mér þessu dýrari er leigan, en ég hef val, ég get leigt ódýran einfaldan bíl eða dýran með gæðum. Krónan aftur á móti er bara til í einni útgáfu, en það sem Seðlabankinn ákveður með stýrivöxtum er hvað það kostar fyrir bankanna að fá lánað fé hjá Seðlabankanum. Bankinn ákveður síðan hvað hann ætlar að græða á því að lána út þetta fé og því lánar bankinn út á hærra verði, þ.e hærri vöxtum.

Í eðlilegu samfélagi

Sé ég með hreyfanlega vexti þá hækka lánin mín sem því nemur, ég hef minna milli handanna, fyrirtækið sem ég vinn hjá hefur minna úr að spila og því verða engar fjárfestingar eða minni en áætlað var. Við vaxtahækkun verður eftirspurn eftir krónum, fjárfestar sjá tækifæri á að fjárfesti þeir eða leggi peninginn inn í íslenkan banka þá fá þeir betri ávöxtun en erlendis. Þannig að með aukinni eftirspurn á krónum hækkar gengið. Krónan verður sterkari. Útflytjendur hafa minni áhuga á að flytja út sína vöru þar sem það fæst minna fyrr hana í íslenskum krónum en þegar gengið er lágt. Það verður hagkvæmara að flytja inn vissar vörur heldur en að framleiða þær hér og innflutningur eykst.  

Í öllum eðlilegum kringumstæðum þá helst þetta allt í hendur. Gjaldeyrisstreymi út verður meira við aukinn innflutning, minni útflutningur gerir minni gjaldeyrir inn en vaxtahækkunin gerir það að verkum að fleiri koma og fjárfesta eða leggja gjaldeyrir inn í banka hér, skipta í krónur og leggja inn í banka. 

Hvað gerist aftur á móti þegar vextirnir eru alltaf háir, alltaf hræðsla við verðbólgu, alltaf verið að lokka inn fjármagnseigendur með sína peninga? Getur verið að fólk hætti að spá í að lánin eru dýr, að þjóðfélagið sé miðað við það að við greiðum allt of hátt verð fyrir lánin okkar til að halda uppi vaxtagreiðslum til fjármagnseigendanna.

Hvenær er ástandið eðlilegt? Getur verið að það sé einhvað rangt í þessu kerfi eins og það er í dag? Eigum við ekki að fá að upplifa það að við getum tekið lán fyrir húsnæði og þurfum ekki að greiða meirihlutinn af tekjunum okkar í vexti?  

Brenglað samfélag, okkar samfélag 

Verðtryggingin er ein ástæðan, hún blekkir okkur. Styrivextirnir hækka en það hefur engin áhrif á lánin mín það bara hefur góð áhrif finnst mér þar sem að það leggst minni verðtrygging á lánin. Hmmm er þetta ekki einhver öfugmæli? Getur verið að við séum orðin svo rugluð í þessu að við teljum að þegar Seðlabankinn hækki vexti þá komi það okkur til góða. Við erum að greiða minna í verðtrygginguna en gleymum að grunnvextirnir hækka en iss það breytir mig engu því ég er með fasta vexti, en jú kannski þá sem eru að taka ný lán en ekki mig.

Eðlilegt þjóðfélag hræðist hækkun stýrivaxta því það þýðir að ég hef minna á milli handanna. Stærri hluti teknanna fer í vexti. Lækkun stýrivaxta aftur á móti hefur það í för með sér að ég greiði minni vexti og hef meira á milli handanna. Get keypt meira fyrir mig og minna fer í að halda uppi fjárfestunum sem vilja fá háa vexti.

En af hverju er svona lítið land með svona viðkvæm viðmið vegna verðbólgu? Eða er kerfið allt byggt á því að hér ríki annaðhvort háir vextir og við höfum lítið á milli handanna eða lágir vextir og verðtryggingin dúkkar inn og lánin mín hækka og hækka.

Hver er þá niðurstaðan?

Verðtryggingin hefur gert það að verkum að hvernig sem árar þá eru bankastofnanirnar alltaf með háa vexti á okkur, annaðhvort í formi hárra vaxta eða það er hátt verðtryggingarálag þegar stýrivextir eru lágir.  

Hvað væri hægt að gera?

Jú, hætta við verðtryggingu og hækka stuðulinn fyrir verðbólgu, það á ekki að hafa áhrif á verðbólgu ef fleiri en tveir kaupa sér nýjan sófa eða nýjan bíl.  Ekki vera alltaf að láta eins og við þekkjum ekki umhverfið, ekki láta eins og við séum sjálfskipuð til að halda uppi þeim sem vilja fá ávöxtun á fjármagnið. 'ut með núverandi stefnu Seðlabankans og lækkum stýrivexti og hækkum verðtryggingarstuðulinn þannig að verðbólgan sé ekki talin há þegar það er ekki einu sinni þensla. 


Fólk í skuldasúpu

Á síðustu árum hefur fjöldi fólks haft það verulega slæmt fjárhagslega. Komið er upp ástand að börn eru farið að líða fyrir það að foreldrar eða foreldri hefur ekki efni á að leyfa þeim hluti sem annars væru sjálfsagðir. Hvers vegna þurfti að gera einhverja allsherjar skuldaleiðréttingu, ég skil það ekki. Við látum alltaf ákvarðanir stjórnvalda stjórnast af múgæsing. Síðasti múgæsingurinn er þetta með að stoppa uppboð sem er hið besta mál en hver er tilgangurinn? Hvert þessara mála hlýtur að vera að búið að fara í gegnum ferli þar sem búið er að ræða hvað hægt sé að gera. Trúlega hefur ekkert verið hægt að gera sem lög segja til um og nú er þessu frestað og hvað svo? Á þetta blessaða fólk að þola það svo einu sinni enn að bíða eftir því að verði selt ofanaf þeim. Vita stjórnvöld ekki hvað það er erfitt fyrir sál og líkama að standa í svona málum.

Af hverju er ekki sest niður með þessu fólk og málið klárað. Af hverju þurfum við alltaf að vera að reyna að búa til einhverja allherjarlausn sem hentar öllum þegar við vitum að það er ekki hægt. Fólk er í svo misjöfnum aðstæðum. Fólk er að kygna undan þessu eilífa fjármálaveseni. Það snýst allt um það í þjóðfélaginu í dag. Maður er alltaf að bíða eftir einhverju. Niðurfærslu lána, verðbólgunni er hún að aukast og hækkar þá lánið uppúr öllu valdi, er að koma önnur kreppa og missi ég þá vinnuna eða íbúðina? Er þessi ríkisstjórn að vinna bara fyrir þessa ríku og á ég þá eftir að tapa ennþá meiru? Allt eru þetta spurningar sem er verið að spyrja alla daga í fjölmiðlum eða bloggi eins og hjá mér eða á facebook. 

Nýjasta dæmið er Sigrún sem kom fram af miklum dugnaði og sagði frá sínum samskiptum við Umboðsmann skuldara. Ég skil svo vel hvað hún er að fara í gegnum , hvað þetta er erfitt, en ég er bara ekki að skilja hvernig er hægt að henda fólki bara út á Guð og gaddinn þegar það er í vandræðum. Ég veit ekkert af hverju henni var ætlað að safna yfir 100.000 kr á mánuði með þrjú börn á kennaralaunum eða af hverju hún fékk ekki lausn sinna mála og var  bara sagt að af því að hún gat ekki sparað þetta þá væri hún ekki lengur hæf í að fá aðstoð Umboðsmanns. Hvaða svar er þetta?? Af hverju fékk hún ekki að vita þetta fyrr, og af hverju á hún, sem nær ekki endum saman að hennar sögn, að vera hent út án þess að fá hjálp. Ef staðan er svo slæm að hún getur ekki náð endum saman af hverju er henni ekki hjálpað þá að gera það keift. Er ekki betra að hafa skuldara sem gleðst yfir því að geta verið áfram í sínu húsnæði og hafa möguleika á að greiða af lánunum. Eða er tilfellið að við erum orðin svo láglaunuð hér á landi að við náum ekki að ná endum saman þó við séum að vinna. 

Hvað kostar þetta ástand okkur? Hvað kostar það að heilsan hrynji hjá fólki sem er að standa í þessu, fjarveru frá vinnu, læknakostnaður, kvíðalyf, sálfræðiaðstoð, og margt fleira. fólk er hissa á því að það sé dýrt að lifa og ná endum saman þegar bara einn tími hjá sálfræðing kostar ca 8000 kr. eða misjafnt. Allavega fokdýrt og kvíðalyf eru ekki ódýr og læknaheimsókn er reyndar ekki svo dýr en þegar fólk á lítinn pening þá getur það oft á tíðum ekki einu sinni veitt sér það að sækja þessa hjálp. Þetta er hræðiegt hvaða afeiðingar þessi fjármálakreppa hefur á fólk. 

Ég spyr því hér í nafni allra þeirra sem skulda það mikiið að þeir eru að missa húsnæðin á uppboð í nafni þeirra allra sem skulda það mikið að þeir ná ekki endum saman. Hvað á svo að gera?  Hvers vegna er ekki  hver og einn tekinn og málin skoðuð ofaní kjöl og svo greitt úr því sem hægt er að greiða úr eða klára þá málið með því selja fasteignina á uppboði ef ástæðan er bara of mikil áhættusækni eða eyðsla um efni fram eða eitthvað, bara tek sem dæmi, en gera leigusamning í leiðinni svo fólk geti átt öruggt húsnæði. Þannig náum við að gera fólki kleift að búa áfram á sama stað og það þarf enginn að vita að þú sért ekki eigandinn. Stoltið þarf ekki að brotna. 

Ég vona að eitthvað verði gert til að aðstoða fólk en ekki bara horfa yfir völlinn og segja það væri nú sniðugt að gera þetta og þetta. Við erum ekki svo mörg sem búum hér og það ætti ekki að taka langan tíma að taka mál hvers og eins upp. Semja við kröfuhafa og klára málið.  Dettur í hug atvik sem kom þegar við fórum 9 manna hópur að pylsusölu og pöntuðum man ekki hvað margar en held ég bara 9 pylsur eða hvort einhver vildi tvær þannig að þetta voru kannski 12 - 15 stk. Afgreiðslstúlkan var mjög snögg en þegar hún fékk svona stóra pöntun í einu þá varð henni svo mikið um og tíminn sem fór í að afgreiða okkur var ca 5 sinnum lengri en venjulega. Henni óx þetta svo í augum en ef við hefðum gengið til hennar eitt og eitt þá er ég ennþá fullviss að hún hefði verið 5 sinnum fljótari. en allri fengu sína pyslu og voru sáttir. 

Af hverju þessi saga? Jú við erum að glýma við fjárhagserfiðleika á öllum tímum en ekki gert svona mikið mál úr því. Ef við myndum frá deginum á morgun byrja að kalla inn það fólk sem á það erfiðast og svo koll af kolli þá tæki þetta max 2 til 3 ár ef það tæki svo langan tíma. Fólk hrópar upp yfir sig, það er allt of langur tími. Fólk hrópar upp yfir sig það verður að gera eitthvað núna, en eins og mér sýnist þetta vera þá eru liðin  5 ár frá hruni og samt er fullt af fólki sem enga aðstoð fær. væri löngu búið að afgreiða þetta allt ef það væri bara byrjað. 

Það dugir ekki bara að fresta uppboðum, það verður að klára þau mál svo fólk geti sofið á nóttunni, ekki bara bíða i hálft ár, til hvers? 


Stýrivextir eru allt of háir

Samkvæmt grein á mbl.is í dag kemur fram að greiningadeild Arionbanka spáir því  að stýrivextir muni haldast óbreyttir.

Fyrir það fyrsta. Hvers vegna erum við að birta greiningu banka sem er gjörsamlega óhæfur um að greina ástand fjármálamarkaðarins? Hér er um nákvæma eftirlíkingu af því sem fræðin segja og hver einasti maður gæti gert heima í stofu sem hefur eitthvað vit á hagfræðikenningum, þó hann væri ekki mjög kunnugur því sem er í raun að gerast í þjóðfélaginu. Mikil greining það og eins og fyrir hrun þá vitum við að bankinn birtir það sem honum þykir hagnast sér vel. Þetta er svona eins og að spyrja bílasala hvort það sé eitthvað vit í því að kaupa bíl núna. Ekki mætt þeim sala ennþá sem hefur sagt nei.  

Seðlabanki Íslands er í raun fyrirsjáanlegur, þeir sem þar stjórna eða þeir sem sitja í þeirri nefnd sem stýrir hvaða vexti skuli hafa, eru auðvitað að hugsa um hag þeirra fjármálastofnanna sem þurfa að fá inn fjármagn til að ávaxta. Ekkert að krónunni segja þeir en samt sem áður þurfum við að halda hér háu vaxtastigi til að laða að erlent fjármagn, til að krónan falli ekki enn meira. Til að við fáum inn erlendan gjaldeyri.

En hverjir borga brúsann og af hverju eru íslensk fyrirtæki ekki að flytja það mikið út að það dugi til að anna gjaldeyriseftirspurn? Gæti það verið vegna þess að við búum við hávaxtastefnu?

Jú, auðvitað er það íslenskur almenningur og íslensk fyrirtæki sem borga brúsann, borga háa vexti til þess að erlendir fjárfestar vilji fjárfesta hér. Íslensk fyrirtæki verða þá ekki samkeppnishæf við erlend fyrirtæki því þau sitja ekki við sama borð. Fjármagn verður svo dýrt að hagnaður verður of lítill til það borgi sig að fara í samkeppni við erlend fyrirtæki.  Launakostnaður er hlægilega lítill hér miða við t.d. iðnaðarrisann Svíþjóð en samt náum við ekki að framleiða neitt sem heitið getur. Aðeins yfirburðafyrirtæki á markaði með sérhannaða vöru sem sker úr fyrir afburðagæði og tæknikunnáttu, ná að hasla sér völl á alþjóðamarkaði. Og jú gleymi lyfjaframleiðslu en þau blómstra því launakostnaður er lítill og álagning mikil.

Mín tillaga, lækkið stýrivexti, niður í nánast núll, fjárhagsvandamál landsmanna mun nánast hverfa, áhrif verðtryggingar munu nánast hverfa, fyrirtæki munu spretta upp því ég vantreysti ekki mínum landsmönnum, hvað varðar samkeppnishæfi, ég veit að við „rústum þessu“ ef við bara fáum möguleika á að fá ódýrt fjármagn og möguleika á að vinna á sama grundvelli og aðrar þjóðir.

 


Er einhvern sem getur sannfært mig um að greiðsla viðbótarlífeyrirssparnaðar inná lán sé gáfulegt?

Hver ætlar að sannfæra mig um það að það sé einhver brú í því að greiða niður verðtryggt lán með viðbótalífeyrissparnaði og um leið verða af 2 ára söfnun inná væntanlegan ellilífeyrissjóð með þeim vöxtum og vaxtavöxtum sem því fylgir? 

Eitt væri að greiða niður óverðtryggt lán en annað að greiða niður, ef hægt er að segja greiða niður, verðtryggt lán. Mjög grófleg ágiskun er að væri ég t.d. að safna ca. 300.000 kr á tveggja ára tímabili í viðbótalífeyrissparnað sem ég greiddi inná lánið mitt ca 20 milljónir, þá væri lánið búið að hækka um tæplega 2 milljónir yfir sama tveggja ára tímabil með svipaðri verðbólgu og núna, en gróflega reiknað. Hvar stæði ég þá? Jú lánið vær sem sé búið að hækka um 1.700.000 miðað við þetta.

Þegar þú selur svo fasteignina sem þú ert að eyða ellilifernum þínum í þá verða þessi 300.000 ekki mikils virði ef þú ert svo óheppinn að selja þegar verðið er lágt, kannski ertu heppinn og selur þegar verðið er hátt og þá skipta þessi 300.000 ekki miklu. Sama hvernig þú lítur á þetta þá ertu að greiða inná lán sem þú veist ekkert um hvernig málin þróast með. Þú veist ekkert hvenig verð á húsnæði þróast, verðbólga, hvort verðtrygging verði afnumin.

Sumir " sem allt vita " hæðast að þeim sem telja þetta ekki hagkvæmt og vilja ekki viðurkenna að þetta endurgeiðsluform er ekki endurgreiðsla. Þetta er hugarleikfimi sem fær "snillingana" til að halda að þeir séu að fá uppfyllt loforðið sem fékk þá að kjósa framsókn.

Svo ef það eru einhver rök með þessu þá væri gaman að heyra það.  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband