Áhyggjur bloggheima af ferðamennsku

Var að koma úr smá ferðalagi til Gautaborgar og var víða um borgina og sá allskonar verð hér og þar. Mér datt þá í hug spekingar bloggheima sem velta sér uppúr verðum íslenskrar ferðamennsku. Þegar maður gengur einhverja verslunargötu, fer á milli veitingastaða þá sér maður há verð, tilboð, hlægilega ódýr verð, okur, brjálæði, skynsemi og útsölur. Allskonar verð fyrir allskonar fólk. Ekki dettur manni í hug að áfellast einn eða neinn við svona verðlagningu. Allir hafa sínar ástæður að verðlagningunni, og ég tel mig fullkomlega færan um að segja nei takk við þessu dýra sem ég hef ekki minnsta áhuga á að kaupa og veit að með sömu verðlagningu dettur sá út af markaðinum von bráðar.

Markaðurinn á einmitt eftir að ráða verðlagningunni. Menn prófa sig upp og niður eftir verðlistanum þangað til að þeir uppgötva hvert sé rétta verðið. Við megum ekki gleyma að mikið af þessu fólki sem er farið í bransann er gjörsamlega óvant og telur að varan sé svo frábær að það muni allir kaupa og á miklu hærra verði, en svo kemst það að raun um að staðreyndin er önnur.

Ég áfellist ekki Gautaborg fyrir há verð, ég áfellist ekki Svíþjóð, ég hlæ bara að bjartsýni þeirra sem setja verðið of hátt. Munum að ferðamenn hafa gaman að því að sjá fjölbreytileika og fáráðnleg verð en buddan þeirra enda oft í Bónus því fólk er skynsamt þegar kemur að eyðslu á ferðalögum og ansi einhæft framboð gerir það að verkum að lítill áhugi er á að fjárfesta.

Verðum þolinmóð og þakklát fyrir að einhver tekur á móti ferðafólkinu og við getum hjálpað til með að benda á hversu áhugavert er að skoða landið. Fólk tjaldar ef verðin eru of há svo verum ekki að spá í buddu ferðamannanna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Það sem ég er að segja með þessu er að þó svo að hér séu mismunandi verð og verið sé að hafa áhyggjur af að ferðaþjónustan sé að verðleggja sig út úr kortinu þá held ég að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. var með Hollendinga í heimsókn sem fóru tjaldrúnt um landið og eru í ferðinni núna en þau voru búin að skoða verðin og eru mikið ferðafólk, fóru í Bónus og borða svo þar sem er áhugaverður matseðill þess á milli. Vita hvernig verðið er en eins og þau hrofa á þetta þá eru náttúruperlurnar meira virði.

Brynjólfur Tómasson, 25.7.2014 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband