Renndi aftur yfir það sem ég skrifaði um afslátt á krónum um daginn og flétti uppá heimasiðu Seðlabankans og komst þá að því að ég haðfi verið heldur hógvær í afláttunum með því að segja að við værum að selja krónuna á 80 aura. Í sumum tilfellum, er það mun meiri afsláttur sem hefur veirð gefinn en reikna það síðar nákvæmlega. Spurningin er hver getur með leyfi stjórnvalda, sett kronuna okkar á útsölu? Hver er svona valdamikill að gefa þá eign sem við landsmenn eigum???????? Ég hef aldrei verið spurður um þetta né nokkur landsmaður.
Samkvæmt öllum venjum þá hækkar maður stýrivexti til að lokka að fjármagn og það höfum við verið að gera á kostnað landsmanna. En að halda síðan krónuuppboð og selja krónuna með afslætti svo um munar er eitthvað sem við eigum eftir að súpa seyðið af síðar þegar kemur að því að flytja þetta fé út aftur. Talandi um að búa til snjóhengju.
Kemur nánari útlistun og tilvísanir í öðrum pistli en þetta nær ekki nokkurri átt lengur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.