Fólk í skuldasúpu
14.12.2013 | 12:10
Á síðustu árum hefur fjöldi fólks haft það verulega slæmt fjárhagslega. Komið er upp ástand að börn eru farið að líða fyrir það að foreldrar eða foreldri hefur ekki efni á að leyfa þeim hluti sem annars væru sjálfsagðir. Hvers vegna þurfti að gera einhverja allsherjar skuldaleiðréttingu, ég skil það ekki. Við látum alltaf ákvarðanir stjórnvalda stjórnast af múgæsing. Síðasti múgæsingurinn er þetta með að stoppa uppboð sem er hið besta mál en hver er tilgangurinn? Hvert þessara mála hlýtur að vera að búið að fara í gegnum ferli þar sem búið er að ræða hvað hægt sé að gera. Trúlega hefur ekkert verið hægt að gera sem lög segja til um og nú er þessu frestað og hvað svo? Á þetta blessaða fólk að þola það svo einu sinni enn að bíða eftir því að verði selt ofanaf þeim. Vita stjórnvöld ekki hvað það er erfitt fyrir sál og líkama að standa í svona málum.
Af hverju er ekki sest niður með þessu fólk og málið klárað. Af hverju þurfum við alltaf að vera að reyna að búa til einhverja allherjarlausn sem hentar öllum þegar við vitum að það er ekki hægt. Fólk er í svo misjöfnum aðstæðum. Fólk er að kygna undan þessu eilífa fjármálaveseni. Það snýst allt um það í þjóðfélaginu í dag. Maður er alltaf að bíða eftir einhverju. Niðurfærslu lána, verðbólgunni er hún að aukast og hækkar þá lánið uppúr öllu valdi, er að koma önnur kreppa og missi ég þá vinnuna eða íbúðina? Er þessi ríkisstjórn að vinna bara fyrir þessa ríku og á ég þá eftir að tapa ennþá meiru? Allt eru þetta spurningar sem er verið að spyrja alla daga í fjölmiðlum eða bloggi eins og hjá mér eða á facebook.
Nýjasta dæmið er Sigrún sem kom fram af miklum dugnaði og sagði frá sínum samskiptum við Umboðsmann skuldara. Ég skil svo vel hvað hún er að fara í gegnum , hvað þetta er erfitt, en ég er bara ekki að skilja hvernig er hægt að henda fólki bara út á Guð og gaddinn þegar það er í vandræðum. Ég veit ekkert af hverju henni var ætlað að safna yfir 100.000 kr á mánuði með þrjú börn á kennaralaunum eða af hverju hún fékk ekki lausn sinna mála og var bara sagt að af því að hún gat ekki sparað þetta þá væri hún ekki lengur hæf í að fá aðstoð Umboðsmanns. Hvaða svar er þetta?? Af hverju fékk hún ekki að vita þetta fyrr, og af hverju á hún, sem nær ekki endum saman að hennar sögn, að vera hent út án þess að fá hjálp. Ef staðan er svo slæm að hún getur ekki náð endum saman af hverju er henni ekki hjálpað þá að gera það keift. Er ekki betra að hafa skuldara sem gleðst yfir því að geta verið áfram í sínu húsnæði og hafa möguleika á að greiða af lánunum. Eða er tilfellið að við erum orðin svo láglaunuð hér á landi að við náum ekki að ná endum saman þó við séum að vinna.
Hvað kostar þetta ástand okkur? Hvað kostar það að heilsan hrynji hjá fólki sem er að standa í þessu, fjarveru frá vinnu, læknakostnaður, kvíðalyf, sálfræðiaðstoð, og margt fleira. fólk er hissa á því að það sé dýrt að lifa og ná endum saman þegar bara einn tími hjá sálfræðing kostar ca 8000 kr. eða misjafnt. Allavega fokdýrt og kvíðalyf eru ekki ódýr og læknaheimsókn er reyndar ekki svo dýr en þegar fólk á lítinn pening þá getur það oft á tíðum ekki einu sinni veitt sér það að sækja þessa hjálp. Þetta er hræðiegt hvaða afeiðingar þessi fjármálakreppa hefur á fólk.
Ég spyr því hér í nafni allra þeirra sem skulda það mikiið að þeir eru að missa húsnæðin á uppboð í nafni þeirra allra sem skulda það mikið að þeir ná ekki endum saman. Hvað á svo að gera? Hvers vegna er ekki hver og einn tekinn og málin skoðuð ofaní kjöl og svo greitt úr því sem hægt er að greiða úr eða klára þá málið með því selja fasteignina á uppboði ef ástæðan er bara of mikil áhættusækni eða eyðsla um efni fram eða eitthvað, bara tek sem dæmi, en gera leigusamning í leiðinni svo fólk geti átt öruggt húsnæði. Þannig náum við að gera fólki kleift að búa áfram á sama stað og það þarf enginn að vita að þú sért ekki eigandinn. Stoltið þarf ekki að brotna.
Ég vona að eitthvað verði gert til að aðstoða fólk en ekki bara horfa yfir völlinn og segja það væri nú sniðugt að gera þetta og þetta. Við erum ekki svo mörg sem búum hér og það ætti ekki að taka langan tíma að taka mál hvers og eins upp. Semja við kröfuhafa og klára málið. Dettur í hug atvik sem kom þegar við fórum 9 manna hópur að pylsusölu og pöntuðum man ekki hvað margar en held ég bara 9 pylsur eða hvort einhver vildi tvær þannig að þetta voru kannski 12 - 15 stk. Afgreiðslstúlkan var mjög snögg en þegar hún fékk svona stóra pöntun í einu þá varð henni svo mikið um og tíminn sem fór í að afgreiða okkur var ca 5 sinnum lengri en venjulega. Henni óx þetta svo í augum en ef við hefðum gengið til hennar eitt og eitt þá er ég ennþá fullviss að hún hefði verið 5 sinnum fljótari. en allri fengu sína pyslu og voru sáttir.
Af hverju þessi saga? Jú við erum að glýma við fjárhagserfiðleika á öllum tímum en ekki gert svona mikið mál úr því. Ef við myndum frá deginum á morgun byrja að kalla inn það fólk sem á það erfiðast og svo koll af kolli þá tæki þetta max 2 til 3 ár ef það tæki svo langan tíma. Fólk hrópar upp yfir sig, það er allt of langur tími. Fólk hrópar upp yfir sig það verður að gera eitthvað núna, en eins og mér sýnist þetta vera þá eru liðin 5 ár frá hruni og samt er fullt af fólki sem enga aðstoð fær. væri löngu búið að afgreiða þetta allt ef það væri bara byrjað.
Það dugir ekki bara að fresta uppboðum, það verður að klára þau mál svo fólk geti sofið á nóttunni, ekki bara bíða i hálft ár, til hvers?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.