Spurt er
Færsluflokkar
Eldri færslur
Maí 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Ef skattur er lagður á fyrirtæki, lætur fyrirtækið ekki viðskiptavininn greiða kostnaðinn?
3.12.2013 | 17:13
Að leggja skatta á bankanna eins og lagt er til að gert verði í niðurfellingarpakkanum frá ríkisstjórninni felur í sér háan skatt á bankastofnanir 4 ár í röð ef ég hef skilið þetta rétt. En hvað gera þá bankarnir? Þrotabúin gera ekki mikið því þau eru ekki í þeirri aðstöðu en þeir sem eru starfandi fá sömu hækkun svo það ætti ekki að vera verðsamráð þó bankarnir hækkuðu þjónustugjöld eða hvernig þeir fara að því að ná þessu aftur. Þannig að við greiðum þetta allt saman til baka að mínu mati.
Það jákvæða við skuldaniðurfellinguna er að staða heimilanna skánar og gleiðsluvilji eykst. En hvað inniber það? Jú lánasafn það sem talað er um að hrægammasjóðirnir svokölluðu eigi, hlýtur í sjálfum sér að auka verðgildi sitt. Það hlýtur að vera meira virði að eiga skuldabréf sem verður greitt en skuldabréf sem fæst bara greitt að hluta. Þannig að við þurfum væntanlega að greiða út meiri gjaldeyri, snjóhengjan stækkar.
Niðurstaða
Allir taka þátt í því að lokum að greiða niður skuldir þeirra sem fá leiðréttingu, hrægammasjóðirnir stækka og snjóhengjan stækkar. Fullt af fólki lætur blekkjast til að fórna viðbótalífeyrissparnaðinum sínum til niðurgreiðslu lána og sitja með sárt enni í ellinni, eða minni tekjur allavega.
Bankarnir og fjármálafyrirtækin græða alltaf á þessu að lokum og við töpum en samt má gleðjast yfir því að verið sé að reyna að bæta vandann eða leysa hann tímabundið sem gefur fólki andrúm.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.