Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Nýr rektor á Bifröst

Þann 24. júní fóru fram rektorsskipti við Háskólann á Bifröst. Við keflinu tók Viljhjálmur Egilsson sem vart þarf að kynna fyrir landsmönnum en hann lætur að störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann á glæstan feril að baki og ég er ekki í vafa um að reynsla hans í hinum mismunandi störfum og færni hans sem stjórnanda mun koma sér vel á Bifröst. Ég hlakka til að fylgjast með þessum reynslubolta og orkubolta því hugurinn er mikill og eftir stutt spjall við hann er ekki annað hægt en að segja að nóg er af hugmyndum og vilja.

Sem aðstoðarrektor hefur verið ráðin Anna Elísabet Ólafsdóttir en hún er með doktorsgráðu í lýðheilsufræðum frá Brunel University í London. Ég þekki hana ekki neitt og því ekki mikið um hana að segja annað en að spennandi að fá ferska vinda í Háskólann og ekki spurning að það verður styrkur fyrir skólann að fá inn tvo doktorsmenntaða starfsmenn í skólann. 

Fráfarandi rektor Bryndís Hlöðversdóttir og aðstoðarrektor Jón Ólafsson mundu halda áfram að starfa við skólann svo Bifrestingar missa þau ekki burtu nema að hluta til. Þau hafa gert góða hluti og geta verið stolt af sínum verkum við skólann. Ég veit að flestir eru sammála mér að þau hafa náð góðum árangri í sínum störfum og við kveðjum þau með söknuði. Gleðin er þó söknuðinum yfirsterkari því að við fáum tvo sterka einstaklinga sem viðbót í skólann og höldum þeim sem fyrir eru. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband