Spurt er
Færsluflokkar
Eldri færslur
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Okkur vantar málefni til að gleðjast yfir og fyllast þjóðarstolti.
19.7.2014 | 00:55
Þegar vel gekk og allt lék í lyndi þá vorum við ansi stolt af því að búa á litla Íslandi með stóru peningakarlana, með einkaflugvélar, þyrlur, fótboltastjörnur og allt virtist leika í höndunum á okkur, við skulduðum helling sjálf í húsnæði og stýrivextir háir, en við gátum borgað af lánunum, keypt bíl og haft það bara þokkalegt.
Hrunið
Svo kom hrunið og við lifðum smá tíma í voninni um að þetta yrði bara stutt, fjármálasnillingarnir okkar væru svo klárir að þeir myndu finna leið útúr þessu, rétta þetta af og púff allt farið. En það gerðist ekki, það bara versnaði og reiðin magnaðist og allt breyttist í helvítins útrásarvíkingarnir og ekki var það ég sem tók þátt í þessu og ég vissi alltaf að þetta tæki enda og allir héldu endalaust áfram að tjá sig. Reiðin og gremja þeirra sem höfðu ekki tekið eftir því að lánin höfðu hækkað og jafnvel tekið auka lán til að henda öllu út úr húsnu og setja allt nýtt inn og til að kaupa fullt af hlutabréfum.
Handboltinn
Við fengum að fagna silfri á Ól 2008 og öll þjóðin tók þátt í að styðja þá, samhugurinn var mikill, við höfðum eitthvað gleðjast yfir en þá var kreppan ekki komin. Á EM 2010 lentum við í 3. sæti og svo vorum við nr. 5 á Ól 2012. Þetta var frábær árangur og varð til þess að við gátum fengið eitthvað sameiginlegt að gleðjast yfir. Eitthvað sem við gátum verið stolt af.
Hverju öðru erum við stolt af?
Ég veit það hreint ekki en að við erum stolt af landinu okkar, náttúruperlum þessa lands, Eyjafjallajökli sem setti okkur á kortið og hrellti Bretana aðeins en þeir áttu það inni. Öllum kvikmyndunum sem eru gerðar hér. Svo er það eitt og annað sem gerir okkur stolt annað slagið.
En
Svo er það þetta nýjasta, græðgin er að taka yfirhöndina í ferðamannabransanum. Maður fær stundum kjánahroll yfir háu verðunum, yfir græðginni að nú skuli allir borga fyrir að skoða Geysir, eða öllur heldur Strokk og ýmis önnur svæði sem hægt er að taka gjald fyrir. Svo nú eru náttúruperlunar peningavél fyrir nokkra einstaklinga.
Gleðiefni
Okkur vantar gleðiefni, okkur vantar eitthvað til að vera stolt yfir, eitthvað sem gerir okkur stolt og við getum sagt, þetta eru mínir landsmenn, mín þjóð og ég er svo stoltur af henni. Það er einmitt það sem við höfum, við höfum hitaveituna okkar, við höfum jöklana okkar, við höfum allar náttúruperlurnar og útlendingunum finnst það bara allt í lagi að það sé rukkað. Þeir hafa val. Við höfum það betra en flestir þó við höfum það ekki eins gott og fyrir hrun. Við lifum og við leikum en við megum ekki láta allt snúast um það sem við höfum ekki. Njótum þess sem við höfum og stefnum á það að hafa það enn betra, svo tökum höndum saman og gerum þetta að betra landi. Hættum að draga allt niður í svaðið, það eru ekki allir slæmir. Verum stolt af landinu okkar og seljum túristunum afnot af því gegn hæfilegu gjaldi með hæfilegum gróða. Ef við erum stolt þá verða ferðamennirnir stoltir að hafa fengið að upplifa þetta náttúruundur.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.